To be or not to be...

Alþingi er að breytast í harmleik eftir Shakespeare. 

Ég hef áður skrifað um hversu afleit prófkjör eru sem aðferð til að velja besta og hæfasta fólkið á Alþingi. Prófkjör snúast fyrst og fremst um meðalmennsku og vinsældarkosningar.  Prófkjörsmenn taka ekki erfiðar ákvarðanir.  Þeir vilja helst geta hagað seglum eftir vindi.  Allt snýst um næsta prófkjör og þá er um að gera að vera sveigjanlegur.  

Nú sér þjóðin afrakstur prófkjöranna - eitt mikilvægasta mál lýðveldissögunnar verður líklega afgreitt með hjásetu.  Þvílík skömm og niðurlæging.  

PS.  En eitt veðja ég á.  Allir sem munu sitja hjá verða endurkosnir í næsta prófkjör.  Alþingi, nefnilega, endurspeglar kjósendur!


mbl.is Hjáseta kann að ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Já Andri,   "að vera eða vera ekki" í ríkisstjórn

Úrdráttur
Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnar
Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs

Utanríkis- og Evrópumál
"Ákvörðun um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði í höndum íslensku þjóðarinnar sem mun greiða atkvæði um samning í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum aðildarviðræðum. Utanríkisráðherra mun leggja fram á Alþingi tillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu á vorþingi. Stuðningur stjórnvalda við samninginn þegar hann liggur fyrir er háður ýmsum fyrirvörum um niðurstöðuna út frá hagsmunum Íslendinga í sjávarútvegs-, landbúnaðar-, byggða- og gjaldmiðilsmálum, í umhverfis- og auðlindamálum og um almannaþjónustu."

Páll Blöndal, 12.7.2009 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband