Neyðarlögin skapa óvissu

Greinilegt er að neyarlögin skapa gríðarlega óvissu um skuldastöðu landsins og efnahagslega framtíð þjóðarinnar.  Sú staðreynd að helstu lögfræðingar landsins og fjármálaráðherra eru komnir í hár saman opinberlega vegna túlkunar á þessu lögum boðar ekki gott.

Svona óvissa og deilur eru eitur í blóði erlendar fjárfesta.  Það verður erfitt að laða fjármagna hingað til lands með svona þrumuský hangandi yfir öllu.  Eyða verður þessar óvissu sem fyrst og það verður ekki gert, út frá sjónarmiði erlendra aðila, fyrr en sannað er fyrir dómstólum að:

1.  Neyðarlögin standist íslenska Stjórnarskrá

2.  Neyðarlögin standist ESS samninginn

3.  Neyðarlögin standist ákvæði um eignarétt í Mannréttindasáttmála Evrópu

 

Sú staðreynd að neyðarlögin banni lögsóknir og að aðilar geti leitað réttar síns fyrir dómstólum mun víst hafa sett Ísland á ákveðinn bás hjá mörgum erlendum fjárfestum.  Þar með er komið fordæmi sem getur endurtekið sig og skapar aftur óvissu.  

Eitt er víst.  Þegar þessu yfirlíkur mun Ísland samt alltaf búa við vaxtaálag á sín lán sem endurspeglar þá áhættuþætti sem birtust í 2009 hruninu. 


mbl.is Mistök í Icesave-samningnum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband