Gjaldþrota land

Þessi Icesave samningur sýnir að í augum útlendinga er Ísland gjaldþrota.  Þetta er ekki milliríkjasamningur heldur þrotasamningur.  Sú staðreynd að Steingrímur J. skuli vera orðinn helsta klappstýra fyrir þessum samningi sýnir alvarleika málsins.  Hann veit sem er að þetta er okkar síðasta hálmstrá.  

Ef Hollendingar geta gengið að eignum ríkisins ef við stöndum ekki við skilmála samningsins hvað heldur fólk að gerist ef við skrifum ekki undir hann?  Bretar léttu hryðjuverkalögunum af Landsbankanum áður en Alþingi samþykkir þennan samning sem sýnir að í þeirra augum er þingið hér algjört formsatriði, "afgreiðslufólk á kassa" eins og einhver sagði. 

Þessi Icesave samningur einn mest niðurlægjandi milliríkjasamningur í Evrópu síðan á stríðstímum.


mbl.is Enskir dómstólar skera úr Icesave-deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband