Glórulaust kennitöluflakk

Halda menn virkilega að allir skuldsettir Íslendingar geti bara stofnað nýtt félag og selt allar veðsettar eignir þar inn og hei prestó öllu er reddað fyrir horn!

Hvers vegna er ekki búið að taka fyrir þetta kennitöluflakk fyrirtækja fyrir löngu?  Hvaða hagsmuni er verið að vernda hér?  Hver skrifaði upp á þennan gjörning í Grundarfirði?.  Það hljóta að hafa verið lögfræðingar og endurskoðendur sem komu að þessu máli.  Hver er þeirra siðferðisvitund?

 


mbl.is Skip og veiðiheimildir í nýtt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögmaðurinn heitir Helgi Jóhannsson og endurskoðandinn er Jónas Gestur Jónasson forsvarsmaður Deolitte í Ólafssvík. Báðir eru þeir menn lítilla sanda og standa og sitja eins og sækópatinn Sigurður Sigurbergsson segir þeim.

Hér er á ferðinni gjörsamlega siðspilltur framkvæmdastjóri (húsasmiður) sem tvisvar hefur dregið launþega fyrir hæstarétt og tapað í báðum tilfellum. Hvaða alvöruframkvæmdastjóri myndi haga sér svona? Maðurinn er greinilega gjörsamlega búinn að vera og síðasta útspil hans útilokar hann jafnvel frá byggingarbransanum, en í þeim efnum kalla Grundfirðingar nú ekki allt ömmu sína ef ég man það rétt!

Grundfirðingurinn (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 02:04

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Barbapabbi sagði eitt sinn: Hipp hipp hipp - barbabrella og það er aðalsmerki íslenskra viðskiptahátta.

Arinbjörn Kúld, 14.6.2009 kl. 10:18

3 identicon

Já, hví í veröldinni er ekki löngu búið að stoppa kennitöluflakkið?  Hverjum er það í hag og hvað hefur almenningur og litlir viðskiptamenn tapað miklu á þessum löglegum svikum og svindli.  Man eftir gömlum manni fyrir nokkrum árum sem hafði bakað brauð lengi fyrir matsölustað sem síðan sveik hann.  Staðurinn skuldaði blessuðum manninum milljónir fyrir brauð og borgaði honum aldrei.  Skipti bara um kennitölu og hélt áfram eins og ekkert hefði gerst.  Og gamli bakarinn þurfti bara að þola milljóna tapið.  Vil beina þessu opinberlega til yfivalda. 

EE elle (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Einmitt, svona kennitöluflakk er ekkert annað en ríkisstuddur þjófnaður. Hver getur verið öruggur um að eignarrétturinn sé virtur samkvæmt stórnarskrá þegar þetta er látið viðgangast. Hvers vegna er þetta ekki á stefnuskrá stjórnarinnar

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.6.2009 kl. 05:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband