9.5.2009 | 15:23
Íslenskt fárviðri í breskum tebolla.
Bretland er stærsta viðskiptaland okkar hvað varðar útflutning. Þetta veit Gordon Brown. Ef við högum okkur ekki eins og síviliserðu þjóð þá munu Bretar og Hollendingar beita sér fyrir því að ESB setja "Icesave" tolla á okkar útflutning til ESB.
Viðhorfið í ESB er að Ísland sé óþekkur krakki sem hefur lifað of hátt með því að sníkja sparifé af heiðarlegum ESB borgurum. Nú er komið að skuldardögum. Auðvita geta Íslendingar mótmælt en hlustar einhver á okkur fyrir utan landsteinana?
Skiptir okkar innflutningur einhverju máli fyrir aðrar þjóðir? Hversu mörg störf hverfa í ESB ef Ísland yrði "lagt" niður? Íslenska hagkerfið er forvitnilegt í augum útlendinga en er algjör skiptimynt miðað við þeirra hagkerfi. Það eina sem skiptir útlendinga máli er að fá sitt borgað - það er allt og sumt.
Ekki í þágu íslenskra hagsmuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bretar hafa komið mjög illa fram við Ísland í þessari deilu. Framferði þeirra og ákvarðanir eru með öllu ólíðandi. Réttast væri að slíta stjórnmálasambandi við þá.
Það eru fleiri lönd í heiminum en Bretland.
Það eru til fleiri áttir en aðeins austur, það er einnig til vestur.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 16:36
Björn,
Vissulega er rétt að Bretar hafa ekki komið sérstakleg vel fram við okkur. Eina leiðin til að styrkja samningsstöðu okkar er að minnka viðskiptaleg tengsl við Breta og vera þeim ekki eins háðir um gjaldeyristekjur.
Er þetta stefna stjórnvalda? Hvað hefur verið gert síðan hryðjuverkalögin voru sett á okkur til að minnka vægi Bretlands í okkar útflutningstekjum?
Auðvita eru önnur lönd en Bretland til en hins vegar breytum við ekki landfræðilegri stöðu Íslands gagnvart Bretlandi. Bretland er okkar næsti stærsti markaður. Það verður dýrt og erfitt að byggja upp aðra markaði en ekki ómögulegt. En þá þurfa verk að fylgja orðum.
Þetta hefur ekki gerst og það vita Bretar sem enn styrki stöðu þeirra.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.5.2009 kl. 16:56
Ég skil vel að þeir séu reiðir yfir þessum fjárglæpavíkingum frá Íslandi. Sökin liggur hins vegar að mestu í meingallaðri löggjöf ESB. Að sjálfsögðu á Íslenskur almúgi ekki að borga skuldir glæpamanna.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.