8.5.2009 | 08:29
Staðfesting á handrukkara status IMF?
Ég hef lengi haldið því fram á þessu bloggi að IMF væri skipaður handrukkari hér á landi af erlendum stjórnvöldum. Nú virðist vera komin staðfesting á þessari tilgátu.
Það er athyglisvert að öll starfsemi IMF hér á landi virðist mest öll fara fram á bak við tjöldin ólíkt því sem gerist í Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu, Hvers vegna? Ætli að sé ekki vegna viðkvæmra mála eins og Icesave.
Opinberlega er IMF auðvita ekki að skipta sér að tvíhliða milliríkjadeilu en ætli IMF sé ekki milligöngumaður að reyna að miðla málum. IMF hefur jú ansi sterk tromp á sinni hendi ekki síst það að í augnablikinu er velferðakerfið hér á landi fjármagnað að miklu leyti af IMF.
Bretar að semja við IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.