Steingrímur hefur rétt fyrir sér hér

Það er rétt hjá Steingrími að greiðsluverkfall myndi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðarbúskapinn sem sendur á hnífsoddi eins og er.  Auðvita er vandi skuldara mikill en leiðin út er ekki að velta þessu yfir á ellilífeyrisþega og aðra þá sem hafa verið ráðdeildarsamir og ekki tekið stór lán. 

Það heyrist ekki mikið í þessu fólki hér á blogginu enda flest komið á eftir ár og ekki eins bloggsigldir og yngri kynslóðin sem hefur alist upp við að fá allt upp í hendurnar og aldrei kynnst neinu efnahagslegu mótlæti.  Þetta eru auðvita mikil viðbrigði fyrir hana en örvænting og örþrifaráð sem setja foreldra hennar á vonarvöl er ekki lausnin.

Það er ábyrgðarhlutur að kalla á svona róttækar aðgerðir þegar ríkisstjórnarviðræður eru á viðkvæmu stigi.  Allir þurfa að sína stillingu og sanngirni.  Það er erfitt en þarf samt að gerast.  Við megum ekki við meiri áföllum.

 


mbl.is Varar við örþrifaráðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sammála

Sporðdrekinn, 4.5.2009 kl. 21:21

2 identicon

Sammála þér. Verðum að vera svolítið þolinmóð. Skil samt að margir eru að verða örvæntingarfullir. Jóhanna og Steingrímur vilja byggja hér upp norrænt velferðarkerfi og ég vona þá innilega að þau taki húsnæðismarkaðinn á Norðurlöndum sér til fyrirmyndar. Það þarf að efla kaupleigumarkaðinn og búa til öruggan leigumarkað þar sem fólk getur leigt íbúðir í öruggri og sanngjarni leigu. Leiguverð hefur ekki verið í neinum tengslum við laun fólks og heldur ekki verð á fasteignum. Þetta var dæmt til að fara til andskotans.

Nú verður að byggja upp nýtt kerfi á rústunum það er það eina sem getur bjargað fólki.

Ína (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 21:44

3 identicon

Þessi hópur sem þú talar um af svo lítilli virðingu verður sá hópur sem kemur til með að tryggja ávöxtun þinna og minna lífeyrisréttinda með sínu streði í framtíðinni. 

Þessi yngsti hópur skuldaranna kynnist nú meiri efnahagslegum þrengingum en mín, þín og flestar kynslóðir eftirstríðsáranna, ef frá eru teknir þeir sem lentu í fyrsta verðtryggingarsjokkinu upp úr 1980.  Heil kynslóð er að horfa á fjölda gjaldþrot, stærstur hlutinn er örugglega ráðdeildar fólk í vítahring sem það hafði litla stjórn á. Hvað átti fólk að gera síðustu árin, að sleppa því að stofna heimili.  Fyrri kynslóðir sáu ekki fyrir aflabresti, börnin enduðu á hreppnum, það fólk var ekki sakað um fyrirhyggjuleysi.  Það er alltaf til fyrirhyggjulaust fólk í öllum árgöngum, ekki lóga árganginum vegna minnihlutans.

Margir þessara lífeyrisþega, sem þú hefur réttilega áhyggjur af, sáu á sínum tíma stórann hluta sinna lána hverfa í verðbólgu bálið, andhverfu þess sem nú gerist.  Lífeyrisþegar, nútíðar og framtíðar, hafa EKKERT til saka unnið, frekar en flestir þeirra sem urðu fyrir skriðunni.  Það er hinsvegar hart að almennir húseigendur einir eigi ekki von á afskriftum, bara allir aðrir.  Lánadrottnar og skuldunautar eiga báðir að bera ábyrgð á hugsanlegu greiðslufalli og aðgerðum til að fyrirbyggja það. 

Hvers vegna var stokkið til að bjargar innistæðueigendum (þ.m.t. undirritaður) með allsherjar innistæðutryggingu?  Var þetta bágstaddasti hópur Íslendinga sem þurfti mest á ölmusutryggingu að halda .

Ég hef stundað viðskipti nógu lengi og lært nógu mikið í skóla til að vita að það er betra semja við fáa eða fleiri viðskiptavini um eftirgjöf hluta skuldar til að tryggja greiðslu meirihluta skuldarinnar, en að tuddast áfram og gefa ekkert eftir og horfa upp á helming viðskiptavinnanna fara á hausinn. 

Ef rétt er á málum haldið þá er þetta eitt besta verjanlega  skuldasafnið, en bara ef ekki verður búið að eyða öllu nýja lánsfénu í að afsetja skuldir að hluta eða öllu leiti hjá öllum öðrum.  

Ég tilheyri ekki hópnum sem er á, eða nærri því að komast á vonar völ, en ég er þess viss að ég vilju frekar gefa eftir 30% af sparnaðinum núna, en 60% seinna. 

Bite the bullit! 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Ég veit ekki að ég hafi talað af virðingarleysi um neinn með því að segja að vandi skuldar sé mikill.  Við erum einu sinni réttarríki með stjórnarskrá sem verndar eignarréttinn en ekki rétt skuldar til skuldaniðurfellingar. Hins vegar er alveg rétt hjá þér að það er alltaf best að ná samkomulagi á milli aðila sem deila.  Að hlaupa frá lánum er ekki leiðin.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég verð nú að taka undir með Byrni. Ef við erum í réttarríki þá spyr ég voru lagaheimildir fyrir því að ríkissjóður legði fjármuni skattgreiðenda, litla 200 milljarða, til þessa að tryggja einkaeignir umfram innistæðutryggingar og bjarga peningamarkaðssjóðum?

Þetta voru eignir sem komu skattgreiðendum ekkert við. Hef aldrei heyrt rök fyrir því að skattgreiðendur eigi að tryggja einstaklingum í samfélaginu eignarrétt sinn.

Það er í raun ógeðfellt að horfa upp á hvernig eldri kynslóðin hefur nýðst á barnafjölskyldum til þess að bjarga eigin skinni. Sennilega tilheyri ég sjálf þessari eldri kynslóð og átti enda í peningamarkaðssjóði og er ekki að sligast undan skuldum.

Þröngra hagsmuna var gætt með neyðarlögunum og aðgerðum í kjölfarið.

Það gleymist oft í þessari umræðu að það er verið að krefja skuldara um endurgreiðslu á lánum sem hafa verið mæld langt upp fyrir það sem eðlilegt getur talist og að með athöfnum sínum brutu ráðherrar, þingmenn, embættismenn og bankamenn á skuldurum fyrir bankahrun.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2009 kl. 00:11

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jakobína,

Vandamálið eru þessi blessuð neyðarlögin.  Hver samdi þau og hvers vegna?  Ráðumst að rót vandans.  Með neyðarlögunum var venjulegum leikreglum kastað fyrir róða og stjórnarskrá landsins sett í uppnám.  24 erlendir bankar hafa farið í mál við íslenska ríkið, FME og Seðlabankann.  Hvers vegna gera samtök heimilanna ekki slíkt hið sama.  Í réttarríki er það rétta leiðin.  Dómstólar eiga að skera úr þessu en ekki framkvæmdavaldið.  Leiðrétting á lögum sem standast ef til vill ekki stjórnarskrá landsins er engin lýðræðisleg leiðrétting.  Neyðarlögin fyrir Hæstarétt strax?  Þjóðin verður að fá dómúrskurð á þessi lög áður en lengra er haldið.  Að ekki megi lögsækja ríkið er bara bull og þvæla  sem stenst ekki grundvallar mannréttindi. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 06:49

7 Smámynd: Kristján Torfi Einarsson

"...yngri kynslóðin sem hefur alist upp við að fá allt upp í hendurnar og aldrei kynnst neinu efnahagslegu mótlæti.  Þetta eru auðvita mikil viðbrigði fyrir hana en örvænting og örþrifaráð sem setja foreldra hennar á vonarvöl er ekki lausnin."

Bíddu, Bíddu! Tilheyrir sá sem hér lemur á lyklaborðið ekki 68-kynslóðinni (eða u.þ.b.)? Kynslóðinni sem stal sparifé foreldra sinna á verðbólguárunum og byggði sér hús fyrir slikk. Kynslóðin sem hneppir svo börn sín í skuldafangelsi til þess að geta spilað gólf á Flórída? Kynslóðinni sem verður í sögubókum framtíðar kölluð "freka kynslóðin".  

Þeir sem eru verst staddir í dag er ungt og velmenntað fólk (25-35) sem hefur keypt sér hús og eignast börn (ótrúleg ósvífni í þessu unga fólki). Stærsta skilnaðarástæðan í dag tengist fjármálum þannig núverandi staða stefnir fjölskyldulífi heillar kynslóðar í hættu. Getum við ekki verið sammála um að blessuð börnin eigi að vera sett í forgang og fátt er mikilvægara börnum en öryggt heimili og traust fjölskyldulíf.  Þessi kynslóð mun líka þurfa að bera kostnaðinn (ásamt nokkrum fasteignasölum á Spáni og Flórída) af því ef lífeyrissjóðirnir verða tæmdir til þess að rétta skútuna af; hún mun þá þurfa að sjá um foreldra sína þegar "freka kynslóðin" kemst á aldur. 

Kristján Torfi Einarsson, 5.5.2009 kl. 09:15

8 Smámynd: Kristján Torfi Einarsson

Kristján Torfi Einarsson, 5.5.2009 kl. 09:18

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Kristján,

Það var kynslóð foreldra minna sem byggðu hús fyrir 1980 og fengu lán sem brunnu upp á verðbólgubáli.  Þegar ég vara á þrítugsaldri fengust engin lán nema helst hjá lífernissjóðunum fyrir húsnæðiskaupum og það þótti gott að fá lán sem nam 2/3 af kaupverði.  Það voru engin erlend lán þá.  Ég hef búið í Danmörku, Bretlandi og Bandaríkjunum og húsnæðislán í erlendum gjaldeyri eru ekki í boði þar nema fyrir fagfjárfesta eða fólk með tekjur í erlendum gjaldeyri.  Erlendis lærir fólk nokkrar grundvallarreglur varðandi húsnæðiskaup.

1.  Tekjur og skuldir í sama gjaldeyri

2.  Lán sem fara yfir 3x heildarárstekjur fjölskyldunnar geta orðið erfið og eru talin áhættusöm.  Margir bankar lána bara upp að 2.5x árstekjum.  

3.  Bestu kjörin fást með því að taka lán sem er undir 80% af kaupverði og flestir "gamaldags bankar" í Evrópu lána ekki meir en 80% og sumir ekki meir en 60%.

4. Barnafólki er alltaf ráðlagt að kaupa líftryggingu, sjúkratryggingu og atvinnuleysistryggingu sem annað hvort dekkar höfuðstólinn eða hjálpar með afborganir í 12-24 mánuði á meðan fólk er sjúkt eða atvinnulaust

Vandamálið hér er að neytendalöggjöfin er mjög slöpp.  Gleymi aldrei þegar ég kom einu sinni til Íslands frá útlöndum og sá auglýsingu "Kaupið hlutabréf á raðgreiðslum Visa"   Þetta er bannað í flestum löndum.  Banki þar sem veitir almenningi lán til hlutabréfakaupa verður sjálfur að standa uppi með tapið og getur ekki leitað til dómstóla frekar en spilavíti sem lána spilafíklum.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 11:20

10 Smámynd: Kristján Torfi Einarsson

Takk fyrir svarið - þessi athugasemd mín var nú meira tilraun til sniðugheita, en öllu gamni fylgir einhver alvara.

Athyglisvert þetta sem þú segir um útlánareglurnar erlendis. Af því við erum í kynslóðapælingum þá man ég eftir hvernig ég og flestir mínir jafnaldrar komust fyrst í skuld, við þurftum einfaldlega að skrifa undir eitthvað plagg í frímínútum hjá sölumanninum í menntaskóla og hókus pókus 200 þúsund króna heimild komin á Vísakortið. Eftir á að hyggja þá var þetta galið.

En eitt varðandi skuldir heimilanna: Bróðurpartur skuldanna (um 80% að mig minnir) eru verðtryggðar krónur. Lán í erlendri mynt eru í kringum 10% (og mig grunar að þessir skuldarar séu í efri lögum tekjuskalans). Þ.e. íslensk heimili ættu ekki að vera í jafnvondum málum og tilfellið er víðsvegar í Austur Evrópu þar sem meirihluti húsnæðislána eru í evrum eða svissneskum frönkum. Ég segir "ættu ekki" þar sem verðtryggingin gerir lánin álíka viðsjárverð og þau erlendu. 

Þessi staðreynd sýnir að hér á landi er meiri möguleikar til þess að "endurskipuleggja skuldastöðu heimilanna" með niðurfærslu og afnámi verðtryggingarinnar. Þetta ætti að vera forgangsatriði því hagkerfi sem reiðir sig að mestu leyti á einkaneyslu kemst ekki úr sporunum þegar heimilin eiga ekkert eftir til aflögu þegar búið er að greiða af lánunum.  

Kristján Torfi Einarsson, 5.5.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband