Neyðarlögin fyrir Hæstarétt strax!

Hvernig geta dómstólar tekið á nauðasamningum án þess að taka á rót vandans, Neyðarlögunum, sem sett voru í október?   

Með neyðarlögunum var venjulegum leikreglum kastað fyrir róða og stjórnarskrá landsins sett í uppnám.  24 erlendir bankar hafa farið í mál við íslenska ríkið, FME og Seðlabankann.  Hvers vegna gera samtök heimilanna ekki slíkt hið sama?  Í réttarríki er það eina leiðin.  Dómstólar eiga að skera úr þessu en ekki framkvæmdavaldið.  Leiðrétting sem byggir beint eða óbeint á lögum sem standast ef til vill ekki stjórnarskrá landsins er engin lýðræðisleg leiðrétting. 

Neyðarlögin fyrir Hæstarétt strax!  Þjóðin verður að fá dómsúrskurð á þessi lög áður en lengra er haldið.  Að ekki megi lögsækja ríkið er valdníðsla sem stenst ekki grundvallar mannréttindi.


mbl.is Meta þarf hvert tilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Andri, ástæðan fyrir því að Hagsmunasamtök heimilanna hafa ekki farið í mál er einfaldlega sú að við byggjum á frjálsum framlögum einstaklinga.  Við höfum sótt um styrki til fjölmargra aðila, en þó við fengjum þá alla, þá væri það dropi í hafi upp í þann kostnað sem hlýst af dómsmáli.

Staðreyndin er sú að dómstólaleiðin/réttarríkið er bara fyrir þá sem hafa efni á því!  Björn Bjarnason sá til þess, þegar hann sá til þess að gjafsóknarleiðin var nánast afnumin.  Nú getur ekki einu sinni heimilisleysingi á örorkubótum fengið gjafsókn, þar sem bæturnar eru of háar!

Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 07:33

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Marinó,

Þá er bara að byrja landssöfnun!  Hvað kostar þetta heldur þú?

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 07:47

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hef heyrt alls konar tölur, en miðað við hver mótaðilinn er, þá hafa menn sagt að svona mál kosti líklegast eitthvað á bilinu 18-25 milljónir, ef ekki meira.  Þá er miðað við að það fari jafnvel nokkrar umferðir milli Héraðsdóms og Hæstaréttar.  Þurfi að fara með málið lengra, þá stigmagnast allar tölur.

Ég tel best að reynt verði að fara annað hvort samningaleiðina eða gerðardómsleiðina.

Marinó G. Njálsson, 5.5.2009 kl. 10:37

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er líka hægt að bíða og sjá hvað kemur út úr málsókn erlendu bankanna.  Það mun vonandi skýra gildi neyðarlaganna. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 10:44

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sum málin eru kanski komin á það stig að þau þola enga bið og hvað þá?

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 5.5.2009 kl. 13:07

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Anna,

Þá verður auðvita að grípa inn í með þeim fyrirvara að aðgerðir standist stjórnarskrá.  Nauðsyn brýtur lög eins og sagt er.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 5.5.2009 kl. 13:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband