Að svara ekki fyrirspurnum og bréfum er dónaskapur!

Hér er enn eitt dæmið um séríslenskan dónaskap - að svara ekki bréfum, tölvupósti eða fyrirspurnum.  Það er alveg sama hvar í þjóðfélaginu er komið við, alls staðar er sama viðmótið.  Í raun er þetta tengt íslenska stefnuljósinu.  Þar er íslenska viðhorfið: "ég veit hvert ég er að fara svo ég þarf ekki að gefa stefnuljós". 

Hvenær ætla Íslendingar að læra þá almennu kurteisi að þakka fyrir bréf strax með móttökutilkynningu þar sem sendandinn er látinn vita í hvað ferli hans fyrirspurn mun fara og hvenær endanlegt svar muni vera gefið.  Erlendis er reglan að fyrirspyrjendur fái móttökutilkynningu innan 48 tíma.  Ef ófyrirsjáanlegar tafir verða á afgreiðslu mála ber að láta viðkomandi vita af þessum töfum strax og útsýra hvað hafi breyst og hvernig tekið verði á nýjum aðstæðum.  Á Íslandi þurfa viðskiptavinir og skjólstæðingar yfirleitt sjálfir að reka á eftir málum með endalausum upphringingum og skeytasendingum.  Þeir sem suða mest fá "bestu" þjónustuna!

Ég hef sagt það áður, en flestir útlendingar sem ég hef talað við og hafa haft einhver samskipti við Íslendinga minnast iðulega á þessa ókurteisi og afskiptaleysi.  Sérstaklega eru þeir hissa hversu losaralegar samskiptareglur eru innan opinbera geirans.

 

 


mbl.is Súpueldhús í miðbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir hvert orð!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:44

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Nóg er líka af tómum húsum sem ætti að vera mögulegt að notfæra sér.

Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband