Dollarinn mun styrkja samningsstöðu Íslands gagnvart ESB!

Athyglisverð grein um Ísland og ESB eftir blaðakonuna Bronwen Maddox birtist  í breska blaðinu The Times í dag.  Þar heldur hún því fram að samningsstaða Íslands gegn ESB sé veik um þessar mundir vegna slæms efnahagsástands.  Hún telur að ESB og sérstaklega Spánverjar (sem taka við forsæti ESB í byrjun 2010) munu þrýsta mjög á Ísland í sjávarútvegsmálum og nota evrun til að ná fram tilslökunum af hálfu Íslands.

Hún telur að betra sé fyrir Ísland að leysa gjaldmiðlamál sín áður en að ESB viðræður hefjast.  Einhliða upptaka evru sé ekki rétt aðferð enda muni það aðeins veikja stöðu okkar enn frekar.  Hins vegar geti Ísland notað stöðu sína á milli Evrópu og Norður Ameríku sér til framdráttar. 

Upptaka á dollar og nánari samskipti við Norður Ameríku muni styrkja okkar samningsstöðu við ESB.  Þar með er evrugulrótin slegin úr hendi Brussel eins og ég skrifaði um hér fyrir nokkru síðan.

 


mbl.is Þarf ekki einhug um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Viðar Bjarnason

Ég bendi á Iceland North America Alliance á Facebook:

http://www.facebook.com/group.php?gid=52098381302

Róbert Viðar Bjarnason, 29.4.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband