Stefnir í þjóðargjaldþrot?

Það er margt sem bendir til að Ísland nálgist þjóðargjaldþrot með degi hverrum.  Alltaf eru að koma fram verri og verri upplýsingar um stöðu bankanna, fyrirtækjanna og ríkisins. 

Hvað gerist þegar Ísland getur ekki staðið í skilum á lánum og skuldbindingum ríkisins?  Mun IFM hlaupa undir bagga og lána ríkinu fyrir vöxtum og vaxtavöxtum? Hversu lengi mun IMF fjármagna ríkið? Hvenær verða Íslendinga krafðir þess að leggja auðlindir sínar sem veð gegn lántökum ríkisins?  Hvert er raunverulegt sjálfstæði Íslands í þessari stöðu? 


mbl.is Um 40 prósent lána slæm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þjóðargjaldþrot?

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:32

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gísli,

Góð spurning enda eru margar skilgreiningar til.  Margir hagfræðingar í Bretlandi tala um að Bretar stefni í þjóðargjaldþrot sem er skilgreint þegar ríkið geti ekki lengur fjármagnað sig og þurfi að leita á náðir IMF!  Aðrir skilgreina það þegar ríkið getur ekki lengur staðið í skilum af afborgunum og vöxtum af lánum sínum. 

Samkvæmt fyrri skilgreiningu er Ísland í þjóðargjaldþroti en ekki samkvæmt þeirri seinni sem er þrengri. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.4.2009 kl. 09:40

3 identicon

Þarna er komin skýrslan se Steingrímur J Sigfússon hélt leyndri fyrir þjóðinni fyrir kosningar og sagði að aðeins einn maður hefði vottun til að skoða hana og hann þyrfti sjálfur að sækja um dulkóða til að skoða hana. Þetta var þá allur heiðarleiki Steingríms J.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:47

4 identicon

Sé það "sovereign default" sem þú hefur í huga er þá ekki réttara að tala um ríkisgreiðsluþrot? Það kemur ekki til neinna gjaldþrotskipta.

Þetta þarf ekki að vera svo hrikalegt ef rétt er haldið á spilunum þótt að við myndum finna mjög harkalega fyrir því um tíma.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 09:49

5 identicon

Og nýja stjórnin ætlar að taka sér tíma til að mynda stjórnin, það liggur ekkert á???????????????? Sé ekki annað en að það liggi mjög mikið á og það verði að fara að taka á málunum af fullum krafti. Þetta verður ekki skemmtilegt og ég spái því að næsti vetur verði algjört helvíti á Íslandi. Þvílíkur niðurskurður og atvinnuleysi en niðurskurðurinn er eitthvað sem verður að fara í og má engan tíma missa.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:31

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hans,

Þú segir að ekki komi til neinna gjaldþrotaskipta.  En það gerðist á Nýfundnalandi 1948 á mjög svo sérstakan hátt.  Saga Nýfundnalands ætti að vera okkur víti til varnar. 

Auðbjörg,

Því miður er ég sammála þér.  Ég hef oft sagt hér á þessu bloggi að enn sé langt til jóla. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.4.2009 kl. 11:43

7 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Nú skilur maður af hverju skýrslur um fjármál eru læstar inni í leyniherbergjum - þetta er frekar óþægilegt fyrir Steingrím og því best að forðast upplýsta umræðu. Við erum kannski ágætlega "skrúd" ef svo má til orða taka. Hins vegar veltir maður fyrir sér hvort þessi sérhannaða "íslenska leið" út úr kreppunni miklu sé sú rétta: http://reynir.blog.is/blog/reynir/entry/866595/

Reynir Jóhannesson, 29.4.2009 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband