Írar gefa tóninn fyrir Ísland

Ég hef margoft skrifað hér hversu  athyglisvert það er að fylgjast með Írlandi í samanburði við Ísland.  Bæði löndin fást við mikla kreppu.  Hins vegar er Írland stærra land of hefur betur mannaðar stofnanir til að fást við kreppuna.  Betri gögn og tímanlegri ákvarðanir er eitt sem aðgreinir Írland frá Íslandi. 

Sú þögn sem ríkti hér fyrir kosningar um efnahagslega stöðu Íslands og þá sérstaklega ríkisfjármálin, og stöðu bankanna og atvinulífsins var mjög alvarleg.  Ísland virðist ekki hafa neina óháða stofnun eða háskóla sem getur staðið upp og birt tölur og staðreyndir á viðkvæmum pólitískum tímamótum. 

Til dæmis er athyglisvert að fundur Félags viðskipta- og hagfræðinga sé haldinn rétt eftir kosningar en ekki fyrir.  Athyglisverðar tölur og viðhorf komu þar fram sem betra hefði verið að fá fyrir kosningar. 

Hversu mikið að íslensku þjóðlífi er gegnumsýrt pólitískum afskiptum?


mbl.is Mesta niðursveifla frá kreppunni miklu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband