ESB trompið færist frá Steingrími til Jóhönnu

Þó VG hafi óneitanlega unnið mikinn sigur í þessum kosningum eru það viss vonbrigði hjá þeim að fá færri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn. 

Þessi úrslit hafa skákað VG út í horn.  Þeir voru orðnir ansi sigurvissir og farnið að haga sér eins og ráðandi flokkur samanber hinn misvitra viðsnúning á samþykki þjónustusamnings EES degi fyrir kosningar.  Reyndari stjórnmálamenn eins og Jóhanna hefðu aldrei teflt svo djarft og það læðist að manni sá grunur að Samfylkingin hafi vísvitandi gefið VG aðeins of mikið sigrúm til að líta valdsmannslega út í síðustu ríkisstjórn vitandi að það var dæmt til að gera óháða kjósendur tvístígandi í garð VG. 

Tími Jóhönnu hefur svo sannarlega runnið upp.  Hún mun leiða Ísland inn í ESB og verður þar með tryggður sess sem eins merkasta og áhrifamesta forsætisráðherra Lýðveldisins.  Eins og svo oft vill verða mun sá besti feta í fótspor hins versta.

Til hamingu Jóhanna.


mbl.is 27 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það verður spennandi að fylgjast með hvort þú verður sannspár.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.4.2009 kl. 23:05

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ekki finnst mér nú  síðasta setningin  þér til mikils sóma. Ég bjóst ekki við svona sleggjudómi frá MBA manni frá Stanford. Síðasta málsgreinin er eiginlega hrollvekja sem betur fer rætist ekki.

Halldór Jónsson, 28.4.2009 kl. 23:56

3 identicon

Tek undir með þér:  Til hamingju Jóhanna! - með að vera merkasti forsætisráðherra sem þessi þjóð hefur alið!  Því miður fyrir þjóðina kom hennar tími ekki miklu fyrr.  Þá værum við kannski í annarri og miklu betri stöðu í dag.

Vonadi lætur hún ekki VG komast upp með neitt múður núna.

Malína (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 07:32

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Halldór,

Eins og svo oft vill verða mun sá besti feta í fótspor hins versta.

Halldór hér er ég að benda á nokkuð sem margir hafa tekið eftir í sögunni.

Neville Chamberlain og Churchill,  Bush og Obama.  

Auðvita mun sagan skera út þessu og við vitum ekki hvort Jóhanna mun standa sig eins og væntingar eru til.  Hins vegar er staða Geirs því miður nokkuð örugg.  Hans mistök eru mikil og einga sér vart samanburð við aðra forsætisráðherra Lýðveldisins.  Stundum verður að segja hlutina eins og þeir eru.

Andri Geir Arinbjarnarson, 29.4.2009 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband