Hugleišing um oršiš "rįšherra"

Svona rétt fyrir kosningar er gott aš hugleiša um hvaš žessar kosningar snśast.  Fyrir flesta stjórnmįlamenn er ašeins eitt markmiš og žaš er hinn himneski rįšherrastóll.  Enginn stóll kemst ķ hįlfkvist viš rįšherrastól og margt er lagt į sig til aš fį aš setjast ķ žau herlegheit.

En bķšum ašeins viš.  Hvers vegna nota Ķslendingar oršiš "rįšherra" yfir ęšstu yfirmenn framkvęmdavaldsins?  Rįšherra, er į herra sem ręšur.  Žetta orš er hvorki lżšręšislegt eša jafnręšislegt.  Gamalt orš frį einveldistķma žegar konungur skipaši sķna herra sem réšu ķ hans valdi.  Hvers vegna ķ ósköpunum eru viš aš nota žetta śrelta orš į 21. öld.

Erlendar žjóšir nota flestar oršiš "Minister", sem kemur śr latķnu minister sem žżšir žjónn.  Žarf aš hafa fleiri orš um žaš.

Ķslendingar žurfa aš koma sér saman um nżtt orš yfir ęšstu yfirmenn framkvęmdavaldsins.  Oršiš rįšherra er śtrunniš.


mbl.is Ekkert samkomulag um ESB
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dr. Einar Sigurbjörnsson benti einmitt į žetta ķ fyrirlestrum sķnum ķ gušfręšideild Hįskóla Ķslands fyrir 25 įrum sķšan. Ķ žvķ sambandi bętti hann einnig viš aš oršiš embętti er dregiš af ambįtt og aš į mešan prestar eru minister ķ śtlöndum eru žeir herrar (séra - sir) į Ķslandi.

Margt skrżtiš ķ kżrhausnum.

Carlos Ferrer (IP-tala skrįš) 24.4.2009 kl. 21:42

2 Smįmynd: Frišrik Hansen Gušmundsson

Góšur punktur Andri.

Žeir myndu sjįlfsagt fęrri tapa sér ķ stórmennskuęšinu sem rennur į margt žetta fólk žegar žaš sest ķ žessa stóla og fęr bķl og einkabķlstjóra vęri embęttisheitiš tengt žvķ aš vera žjónn frekar en herra.

Rįšsmašur og rįšskona eru gömul heiti į vinnuhjśum til sveita. Žetta eru starfsheiti sem ekki eru notuš ķ dag. Žessi starfsheiti gętu vel hentaš sem heiti į žessum störfum og vķsa til žess aš žessi störf eru unnin fyrir fólkiš ķ landinu og žeir sem žeim gegna eru ekki "Herrar" yfir fólkinu.

Frišrik Hansen Gušmundsson, 25.4.2009 kl. 11:23

3 identicon

Ég held aš meira žurfi til en aš nefna hlutina nżjum nöfunum, ž.e. rįšherra og rįšuneytisstjóri. Bretar hafa minister (žjónn) og žeir eiga žaš til aš hegša sér eins og okkar įstkęru, eins og dęmin (og žęttirnir "Yes minister") sanna.

Carlos Ferrer (IP-tala skrįš) 25.4.2009 kl. 11:30

4 Smįmynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Carlos,

Aušvita žarf meira til.  Hins vegar skipta orš mįli og segja įkvešna hluti um višhorf og kśltśr žjóšarinnar.  Žaš aš viš skulum ekki hafa samiš okkar eigin stjórnarskrį og finnst allt ķ lagi aš vera meš žessi śreltu hugtök sżnir įkvešiš skeytingarleysi og ónįkvęmni ķ žjóšarsįlinni sem ef til vill į svolķtinn žįtt ķ žvķ įstandi sem viš erum nś ķ. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.4.2009 kl. 13:00

5 identicon

 "įkvešiš skeytingarleysi og ónįkvęmni ķ žjóšarsįlinni"

er fallega sagt um vanda, sem er ęvaforn, eins og žessi greining į boršsįlmi Jónasar sżnir.

Carlos Ferrer (IP-tala skrįš) 26.4.2009 kl. 09:32

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband