Trygging ekki sama og gæsla

Bæði Mexikó og Pólland hafa leitað til AGS í tíma og sótt um lánalínur til baktryggingar svo ekki sé hætta á að ríkin komist í gjaldeyrisþrot.

Ísland er allt annað dæmi.  Okkur var þröngvað inn í AGS.  Geir og Davíð gerðu allt til að forðast AGS þar til allt var komið í óefni og erlend ríki settu okkur afarkosti sem ekki má skýra frá. 

Þá og aðeins þá gáfust stjórnvöld upp og sögðu sig á sveit hjá AGS.

 


mbl.is AGS kemur Mexíkó til hjálpar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sú saga gengur að samningar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, sé í þrem lögum. Þannig hafi þeir alltaf samið.

  • Fyrsta lagið er kynnt almenningi og fjölmiðlum.
  • Annað lagið er kynnt ákveðnum aðilum í stjórnsýslunni og helstu þingmönnum.
  • Þriðja lagið er síðan kynnt einum eða tveim ráðherrum.

Þannig vinnur AGS er sagt.

Þetta er hugsanlega ein ástæða þess að AGS er ekki búið að afgreiða lán númer tvö til okkar. Þeir bíða þar til núverandi bráðabyrgðastjórn fer frá. Þegar ný ríkisstjórn tekur við setjast þeir að forsætisráðherra og kynna honum samninginn til fulls og skilyrðin sem honum fylgja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.4.2009 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband