15.4.2009 | 13:41
Endurreisa þarf Þjóðhagsstofnun
Sú staða sem nú virðist vera komin upp hér á landi að engar halldbærar eða ábyggilegar tölur séu til um helstu hagstærðir þjóðarbúsins er fyrir neðan allar hellur og þjóðinni til skammar.
- Lán IMF dregst vegna skorts á upplýsingum (sumir lesa þetta: vegna skorts á aðgerðum)
- Kjósendur fá engar óháðar upplýsingar um ríkishallann og mögulegar aðgerðir til að brúa hann
- Allt upplýsingaflæði er stýrt og matað til almennings gegnum einstaka ráðherra
Þjóðin verður að fara fram á að hér á landi eins og í öðrum löndum sé til stofnun sem er sjálfstæð og óháð stjórnvöldum og geti og þori að birta nauðsynlegar skýrslur og gögn um þjóðhagsstærðir. (Seðlabankinn er ekki sú stofnun).
Enginn stjórnmálaflokkur hefur þetta á sinni stefnuskrá að ég get séð. Hins vegar eru þeir flestir sammála um mikilvægi þess að almenningu hafi aðgang að upplýsingum. En aðeins upplýsingum sem þeir geta stýrt og stjórnað.
Óháð og sjálfstæð upplýsingamiðlun til almennings er eitur í beinum íslenskra stjórnmálamanna.
Þar tala staðreyndirnar sínu máli.
Ekkert bólar á IMF láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.