31.3.2009 | 21:55
Eva á 60% afslætti
Sérfræðingar eins og Eva kosta um 1,000 dollara á tímann eða um 1m kr. á dag. Reynsla og þekking er hátt metin erlendis. Þessi umræða hér er byggð á vanþekkingu og skilningsleysi. Þetta ætti líka að sýna fólki hversu hrikalega launataxtar og gengi hefur fallið hér á landi.
Yfirleitt velja Íslendingar 3ja flokks erlenda sérfræðinga sem eru dýrir en á ódýrari töxtum en hæfari menn. Svona sparnaður skilar sjaldan árangri enda hafa erlendir sérfræðingar ekki sérstaklega gott orð á sér hér á landi. Eva er undantekning á þessari reglu.
Vonandi getur svona óviðeigandi og ósmekklegt tal um hennar þóknun endað hér.
Dapurlegar fréttir af Samson | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Það væri óskandi Andri Geir að umræðan endi. Fjárfesting í þekkingu og reynslu virðist vera eitthvað sem normal Íslendingur skilur ekki. Kannski ekki margur stjórnmálamaðurinn heldur, eða fjölmiðlar. Svona ef miðað er við fáranlega upptalningu þeirra á kostnaði ráðuneyta við kaup á ráðgjafaþjónustu. Alltaf gert ráð fyrir að hún hafi ekki skilað öðrum árangri en kostnaði. Sem reyndar er líka rétt. En við erum að borga klink fyrir þessa manneskju.
Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:07
Hjartanlega sammála ykkur, þessir umræða er ósmekkleg og fyrir neðan okkar virðingu að mínu mati. Við þurfum á hjálp að halda og hún verður að koma erlendis frá. Ég tel okkur mjög heppin að manneskja eins og Eva gefur sér tíma til að hjálpa okkur. Hún hefur án efa meira en nóg á sinni könnu fyrir og getur án efa fengið mun meira fyrir sinn snúð annars staðar. Ég held hins vegar að hún sé að þessu af því henni er misboðið fyrir okkar hönd og vorkennir okkur. En við höfum ekki haft mikil kynni af fólki með sómatilfinningu upp á síðkastið og kannski þekkjum ekki slíkt þegar við loksins sjáum það. Ég skammast mín ofan í tær fyrir þessa umræðu.
ASE (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:29
Joly er komin hingað m.a. til að vinna verk sem Fjármálaeftirlitið átti að koma í veg fyrir að þyrfti að vinna. Hefði FME og aðrar stofnanir staðið sig þá væri ekki þörf fyrir Joly.
Mig minnir að mánaðarlaun fyrrum forstjóra FME séu 1,7 milljónir króna og hann fær enn greiddar mánaðarlegar greiðslur úr ríkissjóði og svo verður í eitt ár í viðbót, þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn með skömm. Laun Joly sem greiðast í evrum jafngilda nú 1,3 milljónum króna. Hún fær hálfri milljón minna.
Joly þiggur þokkaleg laun fyrir sína vinnu, en fyrst og fremst virðist hún vilja hjálpa okkur. Sumir landar okkar vildu fyrst og fremst stela öllu steini léttara af sameignum okkar allra. Sjái menn eftir laununum hennar þá ættu þeir fyrst að skoða þá sem ollu því að leita þurfti til hennar eftir hjálp.
Helga (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 22:43
Hún fær 8000 evrur á mánuði fyrir störf sín fyrir okkur. Kannski gjaldeyrishöftin muni ná niður laununum hennar.
Ég held að við munum ekki tapa á því að fá hana til liðs við okkur, þó ekki væri nema fyrir sálarlífið.
Toni (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 01:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.