31.3.2009 | 16:10
Kostar 15% niðurskurð í heilbrigðiskerfinu
Hvaðan koma 15ma kr. til að ljúka þessum minnisvarða um hrunið? Halli á ríkisfjárlögum er um 200ma svo ekki verður þetta fjármagnað af tekjum ríkisins. Þetta verður eingöngu gert með tilfærslum innan ríkisins. Þessi upphæð jafngildir 15% niðurskurði í heilbrigðiskerfinu. Af hverju þarf þetta hús að vera tilbúið 2011, af hverju ekki 2014 og nota peningana sem sparast til að draga úr sparnaði í heilbrigðiskerfinu sem alltaf bitnar fyrst á sjúkum, öldruðum og örykjum?
Fjármögnun Tónlistarhúss ólokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já húsið getur beðið til betri tíma. Forgangsröðun er mikilvægust.
Ólafur Þórðarson, 31.3.2009 kl. 16:20
Þó ég sé tónlistarunnandi þá má þetta alveg bíða eins lengi og þörf er á. Smá minnisvarði á staðnum til að minna okkur á ruglið sem viðgekkst væri kanski við hæfi.
Finnur Bárðarson, 31.3.2009 kl. 16:38
Mér finnst það eigi að klára húsið að utan og steypa upp kjallarana á húsunum í kring. Þá stendur húsið tilbúið að utan og snyrtilegt í kring. Það verður bara sómi að því. Þetta kostar kannski 20-30% af því sem það kostar fullbúið. Þannig getur það beðið í nokkur ár þar til fjármunir eru til að ljúka innanhússfrágangi.
Ekkert liggur á að fara í að innrétta húsið, hvað þá að setja fé í að reka það í þessu árferði.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.