23.3.2009 | 16:29
Tómas Þorvaldsson GK10 landar í Grimsby
Svona byrjaði fréttatími BBC síðdegis. Þar er gerð grein fyrir hinum mikla uppgangi á fiskmarkaðinum í Grimsby sem heimamenn eru himinlifandi yfir. Þessu er mest íslenskum skipum að þakka og BBC útskýrir að mun hagstæðara sé fyrir íslensk skip að landa í Grimsby en í sínum heimahöfnum. Skipstjórar fá greitt í hörðum gjaldeyri og fiskmarkaðurinn í Grimsby borgar sjómönnum innan 7. daga. Líkur fréttinni á því að ekki sé langt í það að fiskverð lækki fyrir breska neytendur.
Já, svona virka íslensk gjaldeyrishöft.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:32 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Andri
ég var að skrifast á við þig í gær á bloggi Frosta. Vil ekki halda áfram þar, en vil senda þér þetta.
Ég þekki ágætlega til í Grimsby og allir bátarnir sem hafa selt þar undanfarið frá Íslandi eru á vegum fyrirtækis sem ég veiti forstöðu, þeir eru 4 á einum mánuði. Ég hef séð allar fréttir og verið sambandi við þessa menn þarna. Það er verið að leggja niður nokkrar verksmiðjur í Grimsby. Þeir eru hins vegar ánægðir að fá fisk með skipum þarna niðureftir, því gæðin eru betri og hann er ferskari en gámafiskur. Það er ekki uppgangur í Grimsby, og þeir eru að leita eftir aðstoð frá ESB. Það eru m.a. íslensk fyrirtæki sem eru að draga saman seglin þarna, Bakkavör.
Finnst nauðsynlegt að koma þessu á framfæri við þig.
kveðja
ET
Eiríkur Tómasson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 12:35
Þakka þér fyrir. Alltaf gott að fá fréttir frá fyrstu hendi. Blaðamenn eru stundum ekki alltaf með á nótunum
Andri Geir Arinbjarnarson, 24.3.2009 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.