20.3.2009 | 08:20
Mun hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar leyfa slíkt?
Brátt verða línur dregnar: atvinna á móti hugmyndfræði; ríkisrekstur á móti einkarekstri; Róbert á móti Ögmundi? Hvernig skildi þessi hildarleikur enda? Ekki gott að segja. Ef þetta verður að veruleika er múrinn brotinn fyrir prívat spítala og ekki verður auðvelt að stoppa þá framrás. Vandamálið fyrir ríkistjórnina er að um leið og samkeppni um besta heilbrigðisfólkið byrjar og það fer til prívat aðila þá hækkar launakostnaður ríkisspítalana og þjónustan versnar. Þetta mundi setja áætlaðan niðurskurð í heilbrigðisgeiranum í uppnám. Já nú er góð ráð dýr!
Gætu orðið til 300 störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á þá ekki ríkið að banna öllum að reka fyrirtæki öðrum en ríkinu? Því einkaaðilar hljóta að bjóða betur en ríkið og þá versnar öll þjónusta?
Ert þú þá frekar á því að betra sé að hér sé óhagkvæmur ríkisrekstur og mikið atvinnuleysi en einstaklingsframtak og möguleiki á bættri afkomu launþega?
Liberal, 20.3.2009 kl. 10:07
Liberal,
Ég er einfaldlega að benda á að þessi tillaga fer þvert á stefnu VG og S í heilbrigðismálum. Öll hin Norðurlöndin hafa einkaspítala og það hefur ekki rústað velferðarkerfinu þar. Þegar Sjóvá ætlaði að styrkja endurhæfingardeild á Grensás skrifaði Ögmundur grein á sína heimasíðu gegn því framtaki. Nú sjáum við hvort VG láti hugmyndafræðina ráða eða leyfi einkageiranum að skapa ný störf.
Andri Geir Arinbjarnarson, 20.3.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.