ICESAVE versnar: Citibank niður í $1

Breska stórblaðið Times segir í dag að þegar verð á hlutabréfum banka sé komið niður yfir úttektargjald í hraðbönkum séu þeir í alvarlegum vandræðum! Það er nú alltaf góður húmor í bresku blöðunum.  Citibank er kominn í þessa stöðu.  Verð á hlutabréfum í bankanum hefur falli úr $7 í $1 á tveimur mánuðum.  Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir Íslendinga þar sem eignir íslensku bankanna erlendis sem eru hjá skilanefnd geta vart talist betri eignir en Citibank og aðrir erlendir bankar sem eru þó enn í rekstri.  Af hverju eiga útlendingar að kaupa íslenskar bankaeignir ef þeir geta keypt einn stærsta banka USA á $1 per hlutabréf?  Þetta þýðir bara eitt:  Icesave skellurinn verður enn harðari fyrir íslenska skattgreiðendur, því alltaf minnkar verðgildið á erlendum eignunum sem á að nota til að borga Icesave.  Það getur tekið ár fyrir bankaeignir að ná sama verðgildi og fyrir jól.  "Frestur er á illu bestur" á því miður ekki við hér.  Enginn  vill snerta skuldsett fyrirtæki um þessar mundir og alls ekki eignir með þeim vafasama uppruna: "Made in Iceland"! 


mbl.is Hlutabréf lækka á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gagnvart IceSave, þá skiptir litlu máli hvað gengi Citibank. Eignasafn Landsbankans erlendis samanstendur mestmegnis af útlánum, ekki hlutabréfum.

Kalli (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:34

2 identicon

Ja ég vissi það að þetta útspil Tryggva Þórs Herbertssonar var bara fyrirsl´ttur svona rétt fyrir kosningar til að Sjálfstæðisflokkurinn liti ekki eins illa út.

Valsól (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 23:37

3 identicon

Kalli, hefurðu spáð í hvaða veð liggja á bakvið útlánin hjá lansanum?

Toni (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband