Munu útlendingar eignast sjávarútveginn?

Það er til gömul þumalputtaregla sem segir að ekki sé skynsamlegt fyrir einstaklinga og fyrirtæki að skulda meir en þrisvar sinnum árstekjur.  Ef skuldir fara yfir það mark má ekkert út af bera svo illa fari.  Það er alveg ótrúlegt að heyra að íslenskur sjávarútvegur skulu vera kominn yfir þetta mark.  Í hvað fóru þessir peningar?  Eru til veð fyrir þessum lánum í skipum og vinnsluvélum?  Eða skyldi gamla góða viðskiptavildin standa á bak við þessi lán? Er hægt að fá meiri upplýsingar frá ráðherra um stöðu þessarar helsta útflutningsgreinar landsins fyrir kosningar? Á ekki allt að vera opið og uppi á borði hjá VG? 
mbl.is Alvarleg staða sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Það vantar sundurgreiningu á þessu. er eins og talað hefur verið um, allir í sjávarútvegi skuldsettir á þann veg að þeir skuldi yfir 4 sinnum árstekjur. eða er meirihluti skuldanna kannski hjá einum eða tveimur fyrirtækjum og afgangurinn í útgerð skuldar mun minna?

annars hefur útgerðinn þurft að berjast í bökkum við hágengið sem allir dásömuðu svo í góðærinu. þá var nefnilega kreppa í sjávarútvegi. 

Fannar frá Rifi, 5.3.2009 kl. 12:34

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Bíddu við Fannar, ÞÁ VAR KREPPA Í SJÁVARÚTVEGI ?? Er þá góðæri núna ...? Eða hvenær telurðu vera von á svo miklu góðæri að sjávarútvegurinn nái sér uppúr skítnum?

Gengið má ekki vera hátt, því þá fæst ekki nóg fyrir afurðirnar, eðlilega, en síðan ef það fellur þá fer allt endanlega til fjandans vegna þess að skuldirnar, í erlendri mynt, eru svo svakalegar.

Þetta var reyndar alltaf verið að segja að mundi gerast, en auðvitað var svona mikil lækkun afurða svo sem ekki í kortunum, þó verðið væri lengi búið að vera rosalega hátt.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 5.3.2009 kl. 12:53

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Gengið var skráð hátt í í um 5-6 ár. dollarinn fór td. á tímabili undir 60 krónur. myndur telja það vera eðlilegt?

hátt verð undanfarin var allt upp etið af háugengi. þó að efnahagsreikningur síni svona og svona í íslenskum krónum í dag, þá eru tekjurnar ennþá í erlendum gjaldeyri og í raun er staða flestra sjávarútvegsfyrirtækja betri en menn halda fram.

en eins og ég hef sagt hér að ofan og annarstaðar, hvernig liggja skuldir í sjávarútvegi? er megnið af þeim hjá einum eða tveimur aðilum og aðrir í greininni séu í raun mun betur settir en flest öll fyrirtæki í öðrum atvinnugreinum í landinu?

Fannar frá Rifi, 5.3.2009 kl. 13:28

4 identicon

Varpa Halldóri Ásgrímssyni í fangelsi og gera eignir hans upptaekar.  Hvílíkur drulluhali.

Yrrotti (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 15:18

5 identicon

Ríkið á lánin, ekki erlendir kröfuhafar.

Kalli (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband