Skattahækkanir og niðurskurður ásamt vangaveltum um heilbrigðismál

Það þýðir lítið fyrir íslenska stjórnmálamenn að fegra ástandið og telja kjósendum trú um að valið standi á milli skatthækkana eða niðurskurðar.  AGS er við völd og eftir kosningar munu stórfelldar skattahækkanir og niðurskurður á öllum sviðum verða kynntar sama hvaða flokkar eru við völd.  Það er krafa kjósenda að stjórnmálamenn sýni þann heiðarleika og kjark að koma hreint og beint fram og útskýra hvaða möguleikar eru í stöðunni.  

 

Valdís talar um þrepskipt skattkerfi.  Hvað þýðir það?  Á þetta við tekjuskatt, útsvar og fjármagnstekjuskatt?  Hvað með erfðafjárskatt og gamla eignarskattinn.  Á að endurvekja hann?  Hvaða plön eru niðri í skúffum hjá flokkunum sem kjósendur mega ekki sjá fyrr en eftir kosningar.  Kjósendur verða að fara að krefja stjórnmálamenn um ítarlegar upplýsingar og láta ekki blekkjast af auglýsingarskrumi.  

 

Og hvar á að skera niður?  Hjá sjúkum, öldruðum og öryrkjum eins og þegar er búið að gera.  Á að gera aðrar atlögu að þessu fólki?  Á ekki að skera niður lyfjakostnað án þess að gefa neinar nákvæmar upplýsingar um hvaða áhrif þetta hefur á einstaka hópa sjúklinga?  Það verður auðvita byrjað á dýrustu krabbameinslyfjunum sem lengja líf dauðvona sjúklinga um nokkra mánuði eða ár á þeim grundvelli að betra sé að eyða takmörkuðum peningum í sjúklinga sem eiga einhverja batavon.  

 

Íslendingar hneykslast oft á bandaríska kerfinu þar sem tryggingafélögin leika Guð og ákveða hvenær og hverjir deyja án þess að gera sér grein fyrir að íslenskir ráðherrar eru oft settir í þetta sama hlutverk hér á Íslandi.  Hver tekur ákvörðum um hverjir fá nýjustu og dýrustu krabbameinslyf á Íslandi? Það ku vera nefnd lyfjamála innan LHS sem vinnur ekki ólíkt og lyfjanefndir bandarísku tryggingafélaganna sem eru undir stöðugu eftirliti og gagnrýnni sjúklinga og yfirvalda í Bandaríkjunum.  Hvað vita margir hvernig þessi nefnd vinnur á Íslandi?  Af hverju er þessi nefnd aldrei gagnrýnd á Ísland?  Hvað gerist ef nefndin neitar sjúklingi lyfi sem sérfræðingur í krabbameinslækningu mælir með?  Þetta gerist of í Bankaríkjunum og er gagnrýnt opinberlega og því miður þurfa sjúklingar þá að borga lyfið sjálfir.  Hversu oft skyldi þetta gerast á Íslandi?  Eru til tölfræði um þetta hjá Landlækni?  Skilar íslenska lyfjanefndin skriflegu áliti til allra sjúklinga sem fá neitun og er haldið utan um þessi gögn?  Hvar eru þessi gögn og hver hefur aðgang að þeim? Og hvað gera íslenskir sjúklingar sem fá neitun og fá ekki að kaupa lyfið á Íslandi því samkvæmt lögum um heilbrigðismál á þetta ekki að geta gerst á Íslandi, því Íslendingar eiga völ á bestu heilbrigðisþjónustu í heimi!  Sumir gera uppsteyt og fara til ráðherra sem ef til vill upp á náð og miskunn eða kunningsskap lætur skrifa út lyfið eða fólk fer erlendis og kaupir lyfið.  Flestir trúa samt á íslenska heilbrigðiskerfið og fæstir gera sér grein fyrir því að ný og dýr lyf geta gefið dauðvona sjúklingi dýrmæta mánuði með ástvinum umfram þann tíma sem gamlar og ódýrari aðferðir skila.  Þorir einhver íslenskur stjórnmálamaður að tjá sig um þetta á svipuðum nótum og Hillary Clinton gerði fyrir síðustu forsetakosningar í Bandaríkjunum.  Fróðlegt væri að bera saman þekkingu og viðbrögð íslenskra stjórnmálamanna og Hillary í þessum málaflokki.

 

Nei það er best að fara ekki að grafa of djúpt í íslenska heilbrigðiskerfinu sem er svo flókið að enginn skilur og sjúklingar upplifa sig eins og persónur úr skáldsögu Kafka. En þannig vilja auðvita stjórnmálamenn hafa það því þá er ómögulegt að setja höggstað á þá.  Hægt er að afgreiða flesta gagnrýni sem "misskilning".  

 

Að lokum hef ég hef þrjár spurningar til stjórnmálaflokkanna sem ég hef ekki fundið nein svör við þó aðeins séu 7. vikur til kosninga. 

1.  Hver verður forsætisráðherra ef ykkar flokkur myndar stjórn?

2. AGS hefur ítrekað sagt að á næsta ári þurfi að koma til skattahækkanir og niðurskurður til að koma böndum á ríkisfjárlögin.  Hvaða skattahækkanir og niðurskurð boðið þið til að mæta þessu skilyrði AGS?

3. Mun ykkar flokkur halda þjóðaratkvæðu um EB aðild og hvenær?  Ef ekki, hvers vegna? 


mbl.is Vill skattkerfið í mörgum þrepum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband