Lítilmenni afhjúpuð

Eitt sem skýrslan gerir mjög afdráttarlaust er að afhjúpa persónur og leikendur í hruninu sem ómerkileg lítilmenni.

Skýrslan gefur góða innsýn inn í hið mjög svo samanþjappaða vald sem réði hér á landi.  Þetta var lítill hópur súperráðherra og súperútrásarvíkinga sem tóku allar ákvarðanir sem skiptu máli á Íslandi.  Þessi súperhópur var síðan studdur af skjálfandi hríslum.  Þessi uppskrift leiddi af sér spillingu, vanhæfni og vinnubrögð sem eiga sér vart líkan hjá öðrum lýðræðisþjóðum.  

Ytri aðstæður leyfði þessum strúktúr að endast miklu lengur en annars hefði orðið, það var ekki fyrr en útlendingar gera sér grein fyrir ástandinu og missa þolinmæðina að allt hrynur hér eins og búast mátti við.  Það sem þá tekur við er saga um viðhorf og vanhæfni sem slær flest annað út og hefði líklega þótt of ótrúlegt í Hollywood.

Hinn rauði þráður í skýrslunni í kaflanum fyrir hrun er "hvernig get ég þjónað sjálfum mér?", en örfáir ganga aðeins lengra og virðast vinna samkvæmt reglunni "hverju get ég stolið af almenningi í dag?".

Þegar allt hrynur er skipt yfir í "hvernig get ég bjargað sjálfum mér og skellt skuldinni á aðra?"

Það sem mér fannst sérstaklega athyglisvert er að það er ekki fyrr en útlendingar frá JP Morgan gera Geir Haarde grein fyrir að spilið er búið að neyðarlögin taka gildi.  Svo stjórnlaust var landið á þessum tíma að það þurfti útlendinga til að toga í alla spotta til að eitthvað gerðist.  Án aðstoðar útlendinga hefði hrunið hér orðið ógnvænlegt.

Það er erfitt að sjá að þetta hrunfólk eigi sér viðreisnar von eftir þessa skýrslu.  Best væri að það drægi sig í hlé og helgaði sig góðgerðarmálum.   

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afbragðssamantekt.

Það sem ég hef oft og mörgum sinnum hugleitt er hvernig þessir fjárhagslegu böðlar tóku með gjörningum sínum á ólögmætan hátt veð í lausafé, eignum almennings og framtíðartekjum. Við erum fyrir löngu byrjuð að greiða af þessu úr eigin vasa með m.a. hærra matarverði og sköttum. Svo er hér verið að velta fyrir sér hvort hér hafi verið brotin lög við þessa lágkúrulegu snúninga.  Þetta er einfaldlega sirkus og viðeigandi að nokkrir trúðarnir stigi nú á stokk og afneiti veruleikanum.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 09:04

2 identicon

Í Rannsóknarskýrslunni kemur fram að ekki var hægt að vinna samantekt um mútur til stjórnmálamanna út frá gögnum sem bárust frá Glitni. Líkur eru á því að þeir hafi verið stórtækastir í mútugreiðslum til þingmanna og borgarfulltrúa þar sem orkuútrásin var komin upp á náð og miskunn stjórnmálamannanna. Var ekki Glitnir og starfsmaður hans Árni Magnússon fyrrum Framsóknarráðherra og ofurlauna- og lánþegi í New York um daginn að "selja" orkuna? "Árangur áfram - ekkert stopp".

Þetta er sko ekki búið enn.

TH (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 09:41

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hrunið er ógnvænlegt og það þrátt fyrir að ýmisleg hafi verið gert til að minnka það af utan að komandi aðilum. Mér virðist hreinlega sem þjóðin öll þurfi nú á því að halda að fara i huglæga atferlis merferð. Hver spurningin af annarri kemur upp í hugann gagnvart mér sjálfri og samfélaginu í heild sinni. Sumar eru áleitnar og eiga eftir að liggja ósvaraðar í huga mér, enn um sinn að minnsta kosti.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.4.2010 kl. 11:36

4 identicon

Ég er hræddur um að þau sem þú vilt að "...dragi sig í hlé og helgi sig góðgerðarmálum..." gætu misskilið ábendinguna.

HF (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 13:48

5 Smámynd: Kama Sutra

Takk fyrir þrusugóðan pistil.

Kama Sutra, 16.4.2010 kl. 17:11

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

HF,

Er það ekki í íslenskum anda að misskilja allt og alla?

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2010 kl. 17:15

7 identicon

Það er spurning hvað þeir myndu gera í góðgerðarmálum...? Myndi þeim takast að gera eitthvað svakalegt þar líka?

Sverrir (IP-tala skráð) 18.4.2010 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband