Skýrslan liðkar fyrir láni

Það getur varla verið tilviljun að AGS samþykki aðra endurskoðun um leið og skýrslan er birt.

Skýrslan er mikilvægur lykill í að endurvekja traust og trúverðugleika á Íslandi erlendis, sem að mestu gufaði upp í hruninu og aðdraganda þess.

AGS og útlendingar fá nú sönnun þess að Íslendingar séu að taka á málum sínum af alvöru.  Hér er loksins unnið faglega og staðreyndir látnar tala en ekki óskhyggja og hroki.

Skýrslan er mikilvægt fyrsta skref en enn er langt í land.  Hins vegar höfum við fengið klapp á öxlina og langþráðan brjóstsykurmola.  

 


mbl.is Önnur endurskoðun AGS samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga

Hins vegar beinist reiði fólks núna að stjórnmálamönnum í dag, núverandui ríkisstjórn.  Ekki má gleyma mikilvægu máli og það er að skýrslan staðfesti að bankar í skjóli stjórnvalda unnu á mótu krónunni,  fólk var "platað" til að taka erlend lán á allt of háu gengi....   Þetta er sannað mál, ef stjórnvöld ætla að fá virðingu og vinsemd fólksins þarf að meðhöndla  gengislánin með sanngirni.  Ags var að fyrirskipa það að krónan mætti ekki styrkjast

.."Monetary policy will continue to focus on preserving currency stability to support program inflation and growth targets. In light of uncertainties about the timing of new external borrowing, capital account liberalization will remain on hold. In the event of further upward pressure on the krona, stronger emphasis should be placed on reserve accumulation.  ..."

Þeir vilja ekki sjá evruna í öðru en 170-180 kr!!!!

Helga , 16.4.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

já, ætli þar hafi bara ekki verið eitt af skilyrðum AGS að skýrlsan yrði vel og heiðarlega unnin. Kæmi mér ekki á óvart.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.4.2010 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband