Allt of seint í rassinn gripið

Maður getur ekki annað en fundið til með Björgvini.  Aumingja maðurinn, hann er alltaf síðastur að fá fréttir og fær aldrei að vera með.

Björgvin átti auðvita að segja af sér samdægurs, þá hefði þetta litið út sem hans ákvörðun.

Nú er eins og aðrir hafi kippt í spottann, eftir þó nokkur fundahöld.

Svo er nú alltaf sú skýring að Ingibjörg Sólrún hafi fyrst núna leyft Björgvini að komast í skýrsluna!

 


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig grunar smá að Björgvin hafi verið hafður að fífli í þessu öllu saman... þannig að ef karlinn veit um eitthvað spúkí, þá ætti hann að leggja öll sín spil á borðið..

DoctorE (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:30

2 identicon

ertu alltaf svona jákvæður?

þórómar (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:31

3 identicon

Það sögðu nú flesstir sem spurðir voru um samskipti þeirra við bankamálaráðherra að þau hafi ekki verið nein, það sá engin bankamaður ástæðu að tala við hann fannst hann ekki skipta máli. Þannig það er ekki við hann að sakast að hafa ekki tekið í taumana enda hafði hann lítið eða ekkert vald til þess í augum mannana sem komu okkur í þennan skít. Hann er eini heiðarlegi maðurinn í röðum samspillingarinnar á þingi það er augljóst. Út með allt þetta pakk. 

Valdi (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:46

4 identicon

Ég tek hatt minn ofan fyrir honum á sama tíma og mér finnst það algerlega lýsandi dæmi um siðferði ALLRA  annara þingmanna að það skuli vera HANN - HANN sem "fékk" ekki einu sinn upplýsingar eða svo mikið sem að mæta á fundi.

Ingibjörg Sólrún á ALDEILIS eftir að svara fyrir það.

MargrétJ (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 17:50

5 identicon

Þetta er bara sýndarmennska hjá Björgvin.

Hallur (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 18:07

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ef þetta væru framvirk viðskipti, þá mundi ég halda að Björgvin veðjaði á þingrof og kosningar innan skamms

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.4.2010 kl. 18:15

7 identicon

Hér er ég algerlega ósammála. 3ja daga umhugsunarfrestur eftir útkomu skýrslunnar finnst mér ekki langur tími. Það á að taka hattinn ofan fyrir þeim sem víkja, þó ekki sé nema tímabundið, því það setur pressu á þá sem fengu mun verri (siðferðilega) útreið í skýrslunni.

Það þýðir ekki að krefjast þess að menn axli ábyrgð og vera svo fúll þegar við því er orðið.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 19:06

8 Smámynd: Kama Sutra

"Það þýðir ekki að krefjast þess að menn axli ábyrgð og vera svo fúll þegar við því er orðið."

Kallast það nú að axla ábyrgð að segja tímabundið af sér þingmennsku?  Þetta er bara brandari - og algjör sýndarmennska.  Hann verður auðvitað á endanum þvingaður til að ganga skrefið til fulls og afsala sér algjörlega þingmannssætinu.  Eingöngu spurning um tíma.

Aumingja Björgvin, hann er óttalega seinheppinn.

Núna þarf að pressa á fleiri þingmenn að segja af sér, t.d. Bjarna Vafning og Þorgerði Kúlu.

Kama Sutra, 15.4.2010 kl. 19:29

9 Smámynd: Kama Sutra

Forsetinn mætti líka láta sig hverfa úr embætti, mín vegna.

Kama Sutra, 15.4.2010 kl. 19:32

10 identicon

Athugið að hann vill að það verði kallaður saman landsdómur þrátt fyrir að hann sjálfur er í hættu á að verða ákærður.

Hann er væntanlega að víkja frá tímabundið vegna þess að hann vill taka endanlega ákvörðun eftir því hvort hann verði svo dæmdur eða ekki. Er eitthvað að því?

Geiri (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 19:55

11 identicon

Kama Sutra. Verði Björgvin dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur sekur, þá verður tímabundin afsögn ótímabundin. Verði hann dreginn fyrir landsdóm og sýknaður, þá má hann mín vegna reyna fyrir sér frekar. Verði hann ekki ákærður vegna þess að þingmannanefndin telur ekki líkur á að hann verði dæmdur þá gildir það sama. Þess vegna er tímabundin afsögn jafn góð og hin.

Ég sé ekki að Björgvin sé seinheppinn að hafa dregið sig í hlé núna. Hann er sá fyrsti sem sér hvað er best fyrir hann sjálfan, þjóðina og eigin flokk. Aðrir stjórnmálamenn og embættismenn mættu sjá það líka.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:58

12 Smámynd: Kama Sutra

Ég sé að þetta útspil hans Björgvins er að svínvirka - fyrst honum hefur tekist að sannfæra einhverja um að hann sé í raun og veru að axla ábyrgð.  Hann virðist vera snjallari pólitíkus en ég hef haldið hingað til.

Ég held því samt fram að ef hann ætlar sér einhverja framtíð í pólitík þá sé þetta ekki rétta leiðin hjá honum til að díla við vandann sem hann er kominn í núna.

Hann er ungur maður og á mun betri líkur á því að eiga comeback í pólitík ef hann segir alfarið af sér þingmennsku núna.  Hann hefur þrjú ár til að vinna í því fram að næstu kosningum.

Annars er mér ekkert annt um að hann komist aftur á þing.  Mér gæti ekki staðið meira á sama.

Kama Sutra, 16.4.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband