Davíð braut fjarskiptalög í Seðlabankanum

Skýrslan gefur athyglisverða innsýn inn í vinnubrögð fyrrverandi Seðlabankastjóra.  Hann stjórnar upplýsingaflæðinu vel.  Tekur minnispunkta og hljóðritar samtöl þegar hann telur það henta og aðrir vita ekki um, en viðhefur síðan losarabrag á fundargerðum og öllu sem mætti síðar hanka hann á.

Eitt mjög neyðarlegt atvik er tekið fyrir í skýrslunni sem skýrir hvers vegna erlendir Seðlabankar eru tortryggnir í garð Íslendinga.  Hér lætur Davíð taka upp samtal sitt við Mervyn King og endurrita án þess að fá samþykki hans og telur honum trú um að þeir séu að ræða í 100% trúnaði!

"Endurrit af framangreindu samtali Davíðs Oddssonar og Mervyn King ber ekki með sér að Davíð hafi í upphafi samtalsins óskað leyfis Mervyn King fyrir því að fá að hljóðrita það, líkt og skylt er samkvæmt 1. mgr. 48. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti. Í endurritinu kemur einnig fram að Davíð hafi sér- staklega nefnt að um trúnaðarsamtal væri að ræða, sbr. orð hans („because we are talking 100% in secrecy and private“), og að Mervyn King hafi játað því. Af þeirri ástæðu veitti rannsóknarnefnd Alþingis King tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri varðandi hugsanlega birtingu efnis úr endurriti samtalsins. Í bréfi sem nefndinni barst frá Graham Nicholson, lögfræðingi hjá Seðlabanka Bretlands, dags. 17. desember 2009, kemur fram að Davíð hafi ekki upplýst King um fyrirhugaða hljóðritun samtalsins. Hljóðritunin gangi einnig gegn venjum í samskiptum milli seðlabanka."

Ekki er hægt að túlka þetta öðruvísi en að Davíð hafi brotið lög í starfi sínu sem Seðlabankastjóri.  Mun þetta atvik verða sent sérstökum saksóknara?  


mbl.is Nálægt stjórnarslitum vegna Davíðs og Glitnismáls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Að hóta stjórnarslitum undir svona kringumstæðum er ekkert annað en landráð.

Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að vinna með þessu fólki???

Það liggur við að ég fari að vorkenna VG - Steingrímur sendi þó eina eitraða til þeirra í dag -

Persóna Davíðs og hatur Ingibjargar og Jóhönnu á honum virðist hafa ráðið ákvarðanatökum freka en málefnin eða aðstæðurnar.

Kvak Björgvins var bara froða í augum og eyrum allra annara í stjórninni -

Hversvegna í ósköpunum var hann gerður að ráðherra ?- Ingibjörg viðist hvorki hafa treyst honum til eins eða neins frekar en aðrir í stjórninni.

Nú eru Halldór - Geir - Ingibjörg og Árni Matt öll farin af þingi - Hversvegna er Björgvin þar enn??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 12.4.2010 kl. 18:28

2 identicon

Burtséð frá lögum þá eru þetta 100% svik. Þessi maður verðskuldar 0% traust.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.4.2010 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband