Morgunblaðið horfir til fortíðar

Sú ákvörðun að aðskilja Morgunblaðið frá blogginu er einhver sú furðulegasta í blaðaheiminum í dag og verður seint talin góð út frá viðskiptalegum sjónarhóli.

Fjölmiðlar út um allan heim keppast við að nota nýja tækni til að tengja sig betur og nær lesendum sínum.  Fólk er hvatt til að segja sína skoðun á mönnum og málefnum.  Fréttaöflun er í sí auknu mæli að færast í hendur almennings sem er staddur þar sem atburðir gerast.  

Það er ekki hægt að stöðva tímann og hverfa til liðinnar aldar.  Morgunblaðið er hreinlega að grafa sína eigin gröf með svona strategíu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þessir nýju herrar og eigendur eru greinilega ekki að skilja hversu djúpstæð andúð manna er á ritstjóranum. En það er líka reynsla fyrir því að hann vill sitja fast í embættum svo kannski er ekki hægt að reka hann...

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.3.2010 kl. 16:41

2 identicon

Á kerfisblogginu stendur þetta um tilgang breytinganna:

"Tilgangurinn með þessum breytingum er fyrst og fremst að skapa betri aðgreiningu milli þess efnis sem heyrir undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins og annars efnis."

Var í alvöru einhver sem skildi bloggskrif eintaklinga þannig að þau "heyrðu undir ritstjórnarlega ábyrgð Morgunblaðsins"?

Það held ég varla þannig að þessi skýring er bara bull og yfirklór.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 16:47

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hrunskýrslan er handan við hornið. Betra að vera við öllu búinn!

Björn Birgisson, 17.3.2010 kl. 17:07

4 identicon

Það má alltaf búast við svona löguðu, þegar Dabbi fer öfugu megin fram úr rúminu að morgni dags!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 18:41

5 Smámynd: Kama Sutra

Ég gæti best trúað að þessi ráðstöfun sé örvæntingarfull tilraun örvasa manns til að reyna að fjölga áskrifendum að þessum dauðadæmda fjölmiðli.  En virkar samt alveg þveröfugt.

Sorglegt hvernig búið er að láta einn mann eyðileggja Morgunblaðið.

Kama Sutra, 17.3.2010 kl. 20:31

6 Smámynd: Sævar Helgason

Kannski er þetta fyrsta skrefið á þeirri vegferð að leggja blog.is af ?

Nú styttist í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Hugsanlega vill ritstjórinn vera einn um að skýra og fjalla um efnið . Bloggið truflar  þá einræðu sem þessi ritstjóri er vanur og þekktur fyrir.

Sævar Helgason, 17.3.2010 kl. 21:58

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar ég renni augum yfir nokkra bloggara sést að innlitum hefur fækkað í dag, hvað sem síðar verður. Sjálfur áttaði ég mig ekki á því strax hvernig ég gæti komist inn á bloggið.

Þetta á kannski eftir að venjast en ég spyr eins og fleiri: Datt einhverjum í hug annað en að ég bæri sjálfur ábyrgð á bloggsíðunni minni? 

Ómar Ragnarsson, 17.3.2010 kl. 23:08

8 Smámynd: Björn Birgisson

Nei, Ómar Ragnarsson og ég á minni. Hvað er Mogginn eiginlega að bralla? Kíktu á Andra Geir. 

Björn Birgisson, 18.3.2010 kl. 00:02

9 Smámynd: Björn Birgisson

 Fattaði ekki hvar ég var! Mikið að gera!

Björn Birgisson, 18.3.2010 kl. 00:04

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Þetta er alveg með ólíkindum !

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.3.2010 kl. 05:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband