Sveitarstjórnarprófkjör á villigötum

Auglýsingar fyrir sveitarstjórnarprófkjör eru byrjaðar og ekkert hefur breyst.  Enginn stjórnmálaflokkur virðist hafa lært af mistökum frá alþingiskosningum á síðasta ári þar sem frekja, framapot og flokkshollusta voru sett framar hagsmunum almennings.

Nú er varla hægt að opna fréttavefi án þess að sjá myndir af hinum og þessum frambjóðendanum sem heimtar að fá þetta og hitt sætið.  Ekki mörg orð um hvað þetta fólk stendur fyrir eða hvaða reynslu og hæfni það hefur.  Íslenskar sveitstjórnir standa flestar frammi fyrir hræðilegri fjárhagsstöðu vegna slakrar fjármálastjórnunar.  Kunnátta og reynsla í fjármálastjórnun er langmikilvægasti hæfileik frambjóðenda í þessu kosningum.  Hins vegar er leitandi með ljósi að nokkrum sem virðist hafa smáhæfileika í þessum mikilvæga málaflokki.

Þetta boðar ekki gott fyrir framtíðina.  Ef kjósendur gæta ekki að sér og láta glepjast af frekju óvita eins og í prófkjörunum fyrir þingkosningarnar, þá er ekki ólíklegt að þeir kjósi Álftanes ástand fyrir sig með stórhækkandi útsvari og niðurskurði.  Og í sveitarstjórnarmálum er enginn Forseti sem segir hingað og ekki lengra!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Nærri útilokað er fyrir einstaklinga og samtök utan hefðbundinna stjórnmálasamtaka að komast til áhrifa í sveitarstjórnum og ríkir því fákeppni í sveitarstjórnarmálum og fáveldi í stjórnunarháttum sveitarstjórna (oligarkí, einhvers staðar á milli einræðis og lýðræðis)."

Hreyfingin lagði fram frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Ekki hefur það komist til umræðu hjá almenningi.

Margrét (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 07:44

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Mikið rétt Andri. Hér áður fyrr var uppistaða frambjóðenda miðaldra karlmenn en nú eru það ungar reynslulausar konur. þeir sem vilja komast hjá að sjá þessar prófkjörsauglýsingar hjá vefmiðlunum er bent á að nota Firefox og Noscript addon. Með því má stjórna hvaða vefsíður sína þessar hvimleiðu flash auglýsingar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 12.1.2010 kl. 07:49

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jóhannes,

Já þetta er kallað í Bandaríkjunum:

'Dumbed down, tarted up'

Andri Geir Arinbjarnarson, 12.1.2010 kl. 07:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband