Með pálmann í höndunum

Hér kemur enn ein fréttin um gamlan útrásarvíking sem segist ætla að koma með fé inn í skuldsett félag til að bjarga því frá hruni.  Auðvita neitar hann að gefa upp hvaðan féð kemur eða hversu mikið það er?

Aðeins gefið í skyn hann njóti trausts?

Íslenska ríkið hefur ekki lánstraust erlendis og óhætt er að segja að Pálmi er ekki betri pappír en ríkið, svo peningarnir hljóta að koma innanlands.

Þetta er gamla sagan, ef þú skuldar milljarða þá segir þú bankanum þínum fyrir verki, en ef þú skuldar milljónir þá skipar hann þér fyrir verki.


mbl.is Pálmi með nýtt fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Datt einhverjum í alvöru í hug að þetta yrði einhvernvegin öðruvísi,þetta er sami Pálmin og var að hlunnfara okkur fyrir mörgum árum í Öskjuhlíðinni með grænmetissamráðið.

Þetta er alltaf sama sukkið og svínaríið.

Næst redda þeir Jón Ásgeir og co,svo koll af kolli

Einar Einarsson (IP-tala skráð) 12.1.2010 kl. 20:55

2 identicon

Hver er virkilega það heimskur að treysta Pálma fyrir peningum? Þetta er óskiljanlegt í alla staði. Hann sóar milljörðum, setur þjóðina á hausinn og fær svo MEIRI pening?

Ég er orðlaus.

Jón Flón (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband