5.1.2010 | 12:46
Sitt sýnist hverjum
Séð frá þjóðernislegum sjónarhól er ákvörðun Forsetans skiljanleg, út frá lagalegum túlkunum er hún vafasöm og út frá viðskiptalegum forsendum er hún hræðileg.
Lítil þjóð setur ekki sínum mikilvægustu viðskiptalöndum stólinn fyrir dyrnar. Bretar og Hollendingar hafa tapað þessari orrustu en stríðinu er ekki lokið. Hvað sem tautar og raular verðum við látin borga á einn eða annan hátt. Eitt sem útlendingar ráða og Íslendingar hafa engin tök á eru vextir af erlendum lánum. Lánstraust mun ekki batna eða krónan styrkjast á meðan þetta ástand varir.
Rúmu ári eftir að viðskiptalegur orðstír Íslendinga hrynur, þá hrynur pólitískur orðstír landsins erlendis.
Sem betur fer er landið lítið svo efnahagslegur skaði af ákvörðunum Íslendinga er takmarkaður. Hitt er augljóst að ESB og ASG verða að koma böndum á þennan taumlausa og óútreiknanlega "enfant terrible" á hjara veraldar.
Ein afleiðing af þessari neitun Forsetans gæti orðið flýtimeðferð inn í ESB. Það yrði miklu einfaldara að leysa Icesave ef öll löndin væru innan ESB. Bretar og Hollendingar hafa ekki endalausan tíma fyrir litla Ísland. Það eru miklu stærri og mikilvægari mál sem þeir þurfa að fást við í sínum löndum. Því er ekki ólíklegt að skriffinnar í Brussel með nógan tíma aflögu verði settir í málið.
Bretar leita til ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú ert þú örugglega ekki málpípa Breta og Hollendinga, Andri Geir, en af hverju þarftu þá að skrifa á köflum með þeim hætti, að menn gætu haldið, að þú værir það? Eru það ekki ofríkisfull brezk og hollenzk stjórnvöld, sem hafa sett OKKUR stólinn fyrir dyrnar? Eða ertu að segja, að þeim eigi að leyfast að óvirða tilskipunarákvæði Evrópubandalagsins, 94/19/EC, sem sýnir og sannar sakleysi íslenzka ríkisins og þjóðarinnar í Icesave-málinu? Og þarftu ekki eitthvað að yfirfara málið betur, alveg ofan í kjölinn, áður en þú birtir svona ólundarlegt innlegg í málið? Og segðu okkur líka: Hvernig hefur pólitískur orðstír landsins erlendis hrunið? Ertu ekki einum of fljótur á þér að tala fyrir munn annarra þjóða?
Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 13:10
Má þá gagnálykta og telja að þú sért á þeirri skoðun að "lítil þjóð" eigi að sitja og standa eins og henni er sagt af þeim stóru?
Það hljóta að gilda lög og samskiptareglur milli vestrænna lýðræðisríkja á 21. öld. Þeim á ekki að víkja til hliðar þegar "lítil þjóð" á í hlut. Þessi IceSave sorgarsaga er búin að vera eitt allsherjar klúður frá byrjun og stærsta klúðrið að fá ekki skorið úr um rétt og ábyrgð að lögum. Það átti að vera fyrsta vers.
Synjun forseta gæti orðið til þess að það verði loksins gert.
Haraldur Hansson, 5.1.2010 kl. 13:11
Londonþokan hefur ruglað margan. Þó mest þá sem ekki hafa fæðst í henni, þeim verður einna helst villugjarnt.Bretland er ekki neitt stórveldi lengur.Eftir 10 ár verður það enn minna.Þeir sem munu ráða mestu um framvindu heimsins á þessari öld verða stærstu ríkin í Asíu, Indland og Kína.Ríki S-Ameríku eru líka stöðurgt að verða meira áberandi og væntanlega verða Afríkuríkin það líka.Útkjálkin Evrópa án Íslands, Noregs, Grænlands og Rússlands verður áhrifalaus í framtíðinni nema hún mun væntanlega hengja sig aftan í USA.Ísland í ESB boðar einangrun landsins.Forsetin er á leiðinni til Indlands. Vonandi fer hann til fleiri Asíuríkja og kynnir Ísland.Síðan mætti hann líka heimsækja S-Ameríku og Afríku í sama tilgangi.Til Andskotans með gömlu nýlenduveldin, en við skulum samt selja þeim fisk áfram meðan þau geta borgað.
Sigurgeir Jónsson, 5.1.2010 kl. 13:14
Hér er frétt frá BBC:
'Constitutional crisis'
Announcing the decision to hold a referendum on the bill, President Grimsson said that the Icelandic public had the right to choose.
"It is the job of the president of Iceland to make sure the nation's will is answered," he said.
"I have decided... to take the new law to the nation. The referendum will take place as quickly as possible."
BBC Europe business reporter Nigel Cassidy said it was an astonishing decision.
"It really plunges Iceland into a constitutional crisis," he said.
He pointed out that Iceland is having to borrow the $5bn needed for the compensation.
"They don't have the money," he said.
"They are having to borrow it from the IMF to shore up not just this loan but all kinds of other things. So it puts everything up in the air, not just this but further loans from the IMF, and even Iceland's chances of joining the European Union."
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 13:18
Eigum við að vera tilbúin að fórna öllu bara til að komast inn í ESB? Þrýstingi þeim sem beitt hefur verið gagnvart stjórnvöldum og stjórnvöld meðtekið er greinilega aðgöngumiðinn inn í ESB. Hluti stjórnvalda hafa staðið í þeirri trú og talið almenningi trú um að við fengjum ýmsar undanþágur og flýtimeðferð ef við létum undan kröfum Breta og Hollendinga. Það er alveg kristaltært og hefur komið fram að það fær engin varanlegar undanþágur við inngöngu í ESB. Þetta lyktar illa og til að bæta gráu ofan á svart erum við búin að flækja okkur inn í kosningabaráttu Breta! Mr. Darling er greinilega að gera sig breiðan til að ná atkvæðamagni í sínu heimalandi. Það er ekki einu sinni orðið lagalega skýrt hvort okkur beri að greiða upp í topp vegna Icesave. Eigum við því að fórna þeim lögum sem samþykkt voru í ágúst með þeim fyrirvörum sem þá var gengið frá? Ég stórefa að okkur sé betur borgið innan ESB þegar til lengdar lætur.
Sigurlaug B. Gröndal, 5.1.2010 kl. 13:22
Bandaríkin og Bretland eru stærstu orsakavaldar að efnahagshruni heimsins.Það hlýtur þú að vita sem starfandi fjármálaráðgjafi.Þú hlýtur líka að vita sem peningaspákaupmaður að verð á íslenskum krónum hefur alltaf ráðist af greiðslugetu landsins og getu til lántöku.Þú munt örugglaga frekar kaupa íslenskar krónur eftir synjun forsetans.Matsfyrirtækin spáðu fram á síðustu stundu fyrir hrun að greiðslustaða landsins væri góð.Þau höfðu rangt fyrir sér.Það er engin ástæða til að trúa þeim frekar núna.
Sigurgeir Jónsson, 5.1.2010 kl. 13:35
duh! 'eg hætti að hlusta á útvarp sögu og hélt að þá myndi ég losna við bullið í Jóni Val. En nei, það er ekki svo einfalt Eins er það með þessa skuld, hún hverfur ekki þótt við frestum að samþykkja ríkisábyrgðina. Hvernig forsetinn hefur sett allt endurreisnarstarf og trúverðugleika þjóðarinnar í uppnám er forkastanlegt. Hann var ekki kosinn til þess að setja alþingi stólinn fyrir dyrnar.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.1.2010 kl. 13:43
Bara svona annar vinkill á þetta allt.
Mér finnst í raun alveg ótrúlegt hjá stjórnvöldum að hafa farið að senda umsókn til EU. Eins og staða okkar hafi ekki verið nægilega veik, þá gáfu stjórnvöld Bretum og Hollendingum einn annan kost til að kúga okkur í gegnum alveg frítt.
Það versta er svosem ekki það að þetta sé hættulegt gagnvart EU-umsókn okkar, en þar sem Samfó er sértrúarsöfnuður þess bandalags, var það stórhættulega ákvörðun að senda umsóknina og opna fyrir að Bretar og Hollendingar gætu kúgað Samfó í gegnum hana, þar sem þeir eru í hjarta sínu veikastir fyrir.
Gunnar (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:48
Pólitískur orðstír landsins er löngu fallinn. Það staðfestist t.d. 2008 þegar Seðlabankinn fékk ekki dollaralán hjá USA ásamt hinum norðurlöndunum. Þá vissu allir nema íslenskur almeningur að bankarnir væru að falla.
Icesave samningurinn er fyrst og fremst pólítískur gjörningur til að bjarga andliti breskra og íslenskra stjórnmálamanna. Efast verður um að íslenskir skattgreiðendur geti keypt hið pólitíska orðspor aftur með nauðungarsamningi.
Gleymum því ekki að báðir aðilir munu skaðast á frekari átökum og stríði.
Viðskiptalega orðsporið byggist meira á verkum einstaklinga og treystum þeim til þess að viðhalda og bæta sitt orðspor frekar en að ætla íslenskum skattgreiðendur að greiða fyrir það.
Jón G. (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:49
Þessi Nigel Cassidy á BBC virðist mér alveg að ganga af hjörunum. Hann trúir því t.d. þeim nokkurra daga hótunum Icesave-stjórnarinnar, að hér sé sú stjórnarkreppa orðin til, sem hún spáði. Enn sitja þau samt sem fastast – því miður, ef við höfum hliðsjón af þeim hótunum eða jafnvel ÆTLUN Jóhönnu að virkja ríkisábyrgðina á hundruðum miðlljarða, sem ég var að ræða HÉR!. – Hann talar eins og við þurfum að fara að borga strax "$5bn", þ.e. 625,4 milljarða króna. Og hvaðan sem hann hefur það – hugsanlega úr ríkisstjórnargrúppunni! – þá telur hann, að íslenzka ríkið sé að taka lán til þess að borga Icesave-reikninginn! ("They [Íslendingar] are having to borrow it from the IMF to shore up not just this loan [hann kallar handrukkun Bretanna 'lán'!] ..."
En þessi eini maður nægir Andra Geir til að telja sig hafa sannað sitt mál! Og það er ekki líti sem Andri Geir fullyrðir í pistlinum, hann kallar okkur "þennan taumlausa og óútreiknanlega "enfant terrible" á hjara veraldar."!!!
Mér finnst þetta frekar "terrible" hjá þér, Andri minn Geir.
Jón Valur Jensson, 5.1.2010 kl. 15:00
Einmitt, sitt sýnist hverjum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 5.1.2010 kl. 16:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.