Núllið kvatt

Nú kveðjum við fyrsta áratug nýrrar aldar, svo kallaðan núlláratug, og líklega eiga Íslendingar heimsmet í að núllstilla allt á þessum áratug.

Efnahagslega varð allt að núlli á þessum áratug og líklega enda hann margir fátækari en heilsuðu honum fyrir 10 árum.  En það er ekki bara efnahagurinn sem varð að núlli hjá okkur.  Erlendur orðstír landsins varð að núlli ásamt trausti og trúverðugleika á öllu og öllum innanlands.

Þá urðu allir stjórnmálaflokkar og þeirra forystumenn að einu stóru núlli og hefja nýjan áratug lægra en nokkurn tíma hefur þekkst hér á landi.  Íslenskir bankamenn og útrásarvíkingar urðu minna en núll og eiga sér vart uppreisnar æru.

Sjálfur Forseti lýðveldisins berst nú á þessum degi við sitt stóra núll og þar virðist frestur vera á illu bestur eins og hjá svo mörgum öðrum.

Stóra spurningin nú við upphaf 2010 er hvort við skoppum á botninum eða eigum eftir að falla ofan í enn einn kjallarann?  Það getur verið erfitt að átta sig á núllinu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Íslenski þrælinn stígur ekki í vitið, og það sama má nú segja um flesta kjósendur VG.  Sá FL-okkur hefur aldrei gáfulegar lausnir fram að færa, í raun bara drasl. Samspillingin er svo bara stórhættulegur EB flokkur.  Formaður VG talaði allt öðru vísi fyrir hrun, en snérist svo eins og VINDHANNI 360 gráður, í flest öllum málum, það er afrek út af fyrir sig.  Þjóðin & alþingi hefur sýnt fram á vilja í sumar að við viljum greiða tengt Icesave þó okkur beri í raun ekki lagaleg skylda til þess, þá viljum við axla "pólitíska & siðferðislega ábyrgð á okkar glæpamönnum" - en SteinFREÐUR & Svavar sömdu svo illa af sér að hér verður "frostavetur næstu 20 árin með tilheyrandi fátæk" - svo kalla þessir aular sig "Norræna velferðastjórn" - klækastjórn hjá vinstri mönnum, það liggur við að maður æli, aulaskapur þessa liðs er ótrúlegur.  Þráinn Bertelsson talaði um fyrir rúmu ári síðan að það væri aumingjarskapur hjá ríkisstjórninni að vera á hjánum fyrir nýlenduveldum UK & Hollendinga.  Svo segir hann nú (á hnjánum) að lengra verði ekki komist.  Þetta lið er óborganlegt og leiksýningar þær sem þeir setja upp á alþingi eru yfirleit til háborinnar skammar. 

Óli grís kan "klækastjórnmál & lýðskrum" enda vinstri maður í húð & hár.  Óli var UMBOÐSMAÐUR útrásarskúrkanna og það fer vel á því að maður með "skítlegt eðli" samþykki þessi (ó)lög, gegn 70% vilja þjóðarinnar, það er ekki gjá, bilið er of stórt til að vera gjá, í raun bara "himinn & haf milli þings & þjóðar" enda skilur ekki þjóðin þá ÖMURLEGU verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS í þessu skelfilega máli.  Geta íslenskra stjórnmálamanna er til skammar, ef þetta lið væri að vinna fyrir einkafyrirtæki þá væri búið að reka það á staðnum.  Óli grís á að SAMEINA þjóðina, en leppalúði er snillingur í að SUNDRA þjóðinni.  Ég segi nú bara um okkar skítapakk - sorry - okkar stjórnmálamenn "helvítis fukking fukk".

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 31.12.2009 kl. 12:43

2 identicon

Flestir byrja á því að telja á einum og enda svo á tölunni 10.

Þannig er það þegar menn telja tærnar sínar og þannig er það líka þegar menn telja ár.

Við erum því ekki að kveðja neinn áratug í kvöld, það gerum við eftir eitt ár.

Björn I (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 14:39

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Björn,

Sei, sei, jú mikil ósköp, en ég hef valið að fara þá hentugu leið að telja að ný öld hafi hafist árið 2000 og því sé nýr áratugur nú að renna upp.  Þetta er mál sem var mikið rætt 1999 en mig minnir að flestir hafi nú haldið meir upp á 2000 en 2001.

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.12.2009 kl. 14:52

4 identicon

Sæll Andri Geir.

Ný öld hófst árið 2001. 

 Líkt og værir þú reykingamaður og reyktir einn pakka á dag þá klárar þú pakkann eftir 20 sígarettur, og byrjar á nýjum pakka með því að tendra í 21og fyrstu sígarettunni.

Einfalt, ekki satt.

Andrés Ingi (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 15:49

5 Smámynd: Óttar Felix Hauksson

Gleðilegt ár Andri Geir. Þó að flestir hafi haldið uppá 2000 þá tekur talnaspekin lítið tillit til slíkra gleðiláta. Tímatal nútímans byrjar á árinu 1 eftir Krist því veða menn einfaldlega að lúta því að annar áratugur þessarar aldar hefst 1. jan 2011.

En vertu samt glaður og kátur, Íslendingar eru jú þekktir að því að taka gleðina út fyrirfram!

Óttar Felix Hauksson, 1.1.2010 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband