20.12.2009 | 07:41
Íslensk siðbót
Íslenskt efnahagslíf verður ekki endurreist með lánum einum saman. Heilbrigt bankakerfi er einn undirstöðustólpi hagkerfisins en er nóg að endurfjármagna bankana?
Hvað með þau gildi og viðskiptaviðhorf sem þar ríkja og fyrri eigendur innleiddu? Er ekki nauðsynlegt að bjóða starfsmönnum bankanna upp á endurþjálfun og endurmenntun og kynna nýja og betri viðskiptahætti fyrir viðskiptamönnum? Er nóg einfaldlega að birta nýjar reglur á vefsíðum bankanna, skipta um nafn og auka yfirdráttinn?
Er ekki nauðsynlegt að rífa upp illgresið og plægja akurinn áður en sáð er?
Margt bendir til að mikil vinna sé fyrir stafni og að mörgu að huga í okkar mikla endurreisnarstarfi. Þar trónir efst krafan um viðskiptalega siðbót á öllum sviðum okkar atvinnulífs. Án hennar kemst íslenskt atvinnulíf aldrei á heilbrigðan viðskiptalegan grunn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt Andri. Hugarfarsbreyting er forsenda þess að hér verði hreinlega búandi. Því miður á sér hið gagnstæða stað og þar er iðnaðarráðherra fremstur í flokki með þessum svokallaða fjárfestingasamningi við björgólf og Verne Holding. Því miður.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 20.12.2009 kl. 11:36
Siðbótin verður að byrja á Alþingi og í stjórnkerfinu.
Ef Alþingi og stjórnkerfið dregur lappirnar þá verður engin siðbót svo einfalt er það.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.