5.5% Icesave vextir eru orðnir "kostakjör"

Við megum þakka fyrir að Landsbankinn fór ekki með Icesave til Grikklands.  Ekki gætu Grikkir boðið okkur 5.5% vexti því ávöxtunarkrafan á 10 ára grísk ríkisskuldabréf er nú um 5.7% og hefur hækkað um 120 punkta síðan í júní.  Grikkir hafa aðeins betra lánstraust en við en útlitið er ekki gott fyrir 2010 hvað varðar fjármögnun skuldsettra ríkja.

Hvað sem segja má um Svavars samninginn hefur hann óaðfinnanlega tímasetningu hvað varðar vaxtakjör á alþjóðlegum mörkuðum.  Á hálfu ári hafa vextir hækkað og lánstraust Íslands fallið.  

Ef taka á samninginn upp 2010 má búast við að Bretar og Hollendingar fari fram á hærri vexti, líklega um 6.5% eða jafnvel hærri. 

Fólk verður að gera sér grein fyrir að Bretar og Hollendingar geta ekki boðið okkur lán nema á alþjóðlegum kjörum samkvæmt okkar lánstrausti annars væru þeir ekki að gæta hagsmuna sinna skattgreiðenda og kjósenda.

Alþjóðlegir fjármálamarkaðir starfa algjörlega óháð íslensku pólitísku landslagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig svo sem málinu er snúið þá er ekki um venjulegan lánasamning að ræða og aðstæður á alþjóðlegum fjármálamörkuðum koma því ekki nokkurn skapaðan hlut við.

Þarna er um að ræða fé sem bresk og hollensk stjórnvöld greiddu út að eigin frumkvæði og að Íslendingum forspurðum. Krafa þeirra um endurgreiðslu úr vösum íslenskra skattborgara stendur á mjög hæpnum lagagrunni.

Ef svo fer að við undirgöngumst skuldbindinguna á kjörum í líkingu við markaðskjör þá má svo sannarlega segja að íslenskir ráðamenn hafi ekki verið að gæta hagsmuna sinna kjósenda og skattgreiðenda.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:26

2 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

En af hverju þurfum við endalaust að einsetja okkur við þessar tvær þjóðir...er ekkert sem heitir að borga upp lán á betri kjörum..eru ekki vextir í US mun hagstæðari!!

Ægir Óskar Hallgrímsson, 16.12.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og mikið veltirðu þér upp úr þessu, Andri Geir, alveg á fullu!

Samt sést þér yfir aðalatriði málsins! Það er gróft brot á jafnræðisreglum af hálfu Breta að knýja okkar Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) til að borga meira en 1,5% vexti! Hér er ég að tala um þá staðreynd, að brezka ríkið lánaði tryggingasjóði innistæðueigenda þar í landi fjárhæðir á 1,5% vöxtum, en svo krefur þetta sama brezka ríki okkar tryggingasjóð um 5,55% vexti. Bæði löndin eru á Evrópska efnahagssvæðinu, og hér er gróflega brotið á jafnræðisreglum sem þar gilda um aðstöðu og réttindi lögaðila. Á þetta hefur dr. Daniel Gros, hagfræðingur sem situr í bankaráði Seðlabakans, bent okkur, en Steingrímur J. Sigurðsson hnussaði við án þess að bera fram nein efnisrök, þótt við myndum spara okkur gríðarlegt fé, jafnvel 185 til 270 MILLJARÐA króna, ef farið væri að ráðum dr. Gros!

Fyrir hvern vinnur Steingrímur, íslenzka þjóð eða Breta og Hollendinga?

Jón Valur Jensson, 16.12.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Það vita allir að Samfylkingin vill þóknast bretum og hollendingum út af ESB...þetta er svo augljóst...alveg sama hvernig..Samfylkingin skal.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 16.12.2009 kl. 23:40

5 identicon

Hér er verið að einfalda flókna hluti og láta líta svo út að tvö fyrirtæki séu að semja um fjármögnun á samningi, einsog um arðsama fjárfestingu væri að ræða. Það er nær að líta á þetta sem þróunaraðstoð við Breta, fjármögnaða með láni frá þeim. Í stuttu máli þá er þetta mál mest á kokteilboð sem fór illa. Hefur ekkert að gera með þróun á alþjóðlegum lánamörkuðum.

Doddi D (IP-tala skráð) 16.12.2009 kl. 23:41

6 Smámynd: Elle_

Fólk verður að gera sér grein fyrir að Bretar og Hollendingar geta ekki boðið okkur lán nema á alþjóðlegum kjörum samkvæmt okkar lánstrausti annars væru þeir ekki að gæta hagsmuna sinna skattgreiðenda og kjósenda.

Nei, fólk verður að fara að átta sig á að Bretar eru ekki að lána okkur nokkurn skapaðan hlut, heldur kúga okkur og heimta að við borgum hundruði milljarða sem við skuldum ekki.  Það er sorglegt Andri að þú skulir enn tala um OKKAR SKULD.  Ætlar þú að borga Icesave???

Elle_, 17.12.2009 kl. 00:05

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þessi færsla fjallar ekki um hvort eigi að borga Icesave eða ekki.  Annað hvort samþykkjum við núverandi samning eða fellum hann, það er ekkert vit í að fara að endursemja 2010, það er rökrétt afleiðing af stöðunni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.12.2009 kl. 08:14

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

"... stöðunni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum," – það er einmitt það sem menn hafa hér hver eftir annan bent á, að þetta hafi ekkert með að gera! Og Elle hefur alveg rétt fyrir sér.

Jón Valur Jensson, 17.12.2009 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband