Umbylta þarf atvinnustefnu Íslands

Lítil umræða fer fram í dag um framtíð Íslands, öll umræðan er um fortíðina eða nútíðina.  En sama hvort við samþykkjum Icesave eða ekki, förum inn í ESB eða ekki, þá þurfum við að auka útflutningsgreinar okkar umtalsvert.  Við verðum að umbylta okkar hagkerfi frá neysluhagkerfi yfir í útflutningshagkerfi. 

Það er ekki aðeins nauðsynlegt að auka gjaldeyrisskapandi störf til að standa undir skuldum heldur er það okkar eina leið til að viðhalda og auka lífskjör.  Hættan er að ef tökum þessi mál ekki föstum tökum getum við endað uppi með tvo þjóðfélagshópa.  Einn sem vinnur við útflutning og fær borgað í "evrutengdum" launum og hinn sem vinnur í innlenda geiranum og hjá hinu opinbera og skrimtir á krónu launum.  Við erum þegar farin að sjá þetta.  Þau fyrirtæki sem eru skuldlítil og eru með mest af sínum tekjum í gjaldeyri geta borgað sínu fólki hluta af kaupinu í evrum og þar með boðið upp á meiri kaupmátt og betri lífskjör en aðrir. 

Ef við getum ekki boðið okkar unga og framtaksama fólki "evrutengd" laun þá mun þetta fólk einfaldlega flytja úr landi. 

Það er oft sagt að mannauður okkar sé okkar besta tromp til að komast út úr þessari kreppu og það er vissulega rétt upp að ákveðnu marki.  En ef við bjóðum þessum mannauði ekki upp á tækifæri missum við hann úr landi.  Og hér liggur vandinn.  Við höfum ekkert fjármagna til að umbylta okkar atvinnulífi og lítið lánstraust erlendis.  Við eigum því aðeins eina leið og þar er orkan.

Við eigum það sem allir sækjast eftir nú og það er græn orka.  Okkar nágrannar eiga mannauð en ekki orkuna og þar liggur okkar tækifæri.  

Að beisla þetta hvoru tveggja í senn er lang skynsamlegasta leiðin.  Við þurfum í auknum mæli að taka að okkur verkefni og framleiðslu erlendis þar sem við "pökkum inn" og seljum íslenskan mannauð og græna orku. Þetta krefst vinnu og þekkingu á erlendum mörkuðum.  Þetta er mun erfiðara og flóknara en að leyfa útlendingum að setja upp álver, en ávinningurinn er líka miklu meiri.  Hér þurfum við að vinna sem jafningar með erlendum fjárfestum og hugsanlegum viðskiptavinum til að skapa tækifærin en ekki sætta okkur við að sitja á hliðarlínunni sem orkusali.

 

 

 


mbl.is Segir skuldir ríkissjóðs Íslands viðráðanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já.

Að vera hráefnaþjóð er ekki það versta sem hugsast getur. Einhver þarf að vera hráefnaþjóð.

Íslendingar hafa alltaf verið hráefnaþjóð og "intermediate/halv-fabrikata" þjóð. Við höfum ekki mannafla í annað. Það er það eina rökræna fyrir okkur að nota það sem við erum bestir til. Fyrsta stóriðja okkar var síldarbræðsla og komst hún í gagnið með erlendum fjárfestum. Svo kom ríkið og bræddi gat í botn þeirrar tunnu.

Sum lönd finna eina gullnámu og lifa á henni. Það gerir þeim kleift að láta stærsta hluta fólksins vinna við að byggja upp restina af hagkerfinu með því sem þessi gullnáma skaffar þeim sem grunnatvinnuvegur.

Hjá Íslandi er það fiskur, landbúnaður og orka. Já fiskur og orka. Þeir sem neita að skilja þetta eru að ímynda sér að það sé hentugt fyrir ísland að vinna við að troða eldspýtum ofaní eldspýtustokka. Við höfum ekki mannafla í slíkt. Við þurfum stórvirkar vinnuvélar sem lyfta tonnum tonnum og megatonnum - vöttum og gígavöttum fyrir okkur öll. Þá fyrst er hægt að slaka á og nota restina til að búa til það sem fólki lystir. En já, þessi grunnur verður að bera það frelsi.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2009 kl. 10:22

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ef þú hefðir sleppt þessu evruvæli Andri þá hefði þetta verið ágætis pistill. Bráðum mun þig ekki dreyma um að eiga svo mikið sem eitt cent af evrum. Dagar þessa góðviðrismannvirkis eru brátt taldir. 

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2009 kl. 10:26

3 identicon

Ég er í grundvallaratriðum ósammála þér Gunnar. Ástæðan er einfaldlega sú að ef Ísland breytir ekki um stefnu í atvinnumálum og leggur meiri áherslu á útflutning sem leggur áherslu á hátækni þá er þjóðin dæmd sem láglaunaþjóð og yngra fólk mun fara. Það er óháð því hvað menn fullyrða, þetta mun verða raunin.

Eina leið okkar er að snúa við blaðinu og nýta "tímabundið" það forskot sem krónan gaf okkur til að endurskipuleggja atvinnulífið. Sá tímarammi þrengist hins vegar með degi hverjum.

Erum við að sjá þær breytingar sem eru nauðsynlegar ?

Erum við að sjá að skattlagning og framtíðarstefna í peningamálum sé að taka mið af þessum nauðsynlegu breytingum ?

Af því minnst var á EUR þá er upptaka EUR eitt en skiptikrossinn annað. Ef EUR yrði tekin upp á minna en ca 160-170 þá er ég sammála þér Gunnar að þá var betra heima setið. Upptaka á EUR á 120 eða minna mun hreinlega gera út af við þjóðina á stuttum tíma.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 10:48

4 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Við gætum svo til strax flutt inn sjúklinga í stórum stíl og þannig bæði þjálfað heilbrigðisstarfsfólkið okkar betur, haldið í mannauðinn sem nú er í startholunum að flýja land og aukið innflæði gjaldeyris mikið. Þá er þess að geta að hver svona ferðamaður sem kemur til lækninga flytur með sér 5 -7 faldar tekjur miðað við venjulegan ferðamann.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.12.2009 kl. 10:57

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Adda.

EN 

Fyrst þarf og þurfti sjávarútvegurinn að afla gjaldeyristekna svo hægt sé/væri að kaupa sjúkrahús frá útlöndum, græjur þess, steypurjárn, krana, tölvur til að teikna það, mennta lækna í útlöndum, búa til flugvelli svo hægt sé að lenda, kaupa flugvélar til fljúga í, mennta flugmenn og flugvirkja í útlöndum. Enginn fiskur, ekkert sjúkrahús. Það eina sem þarf ekki að kaupa eða búa til eru sjúklingarnir. Allt hitt er háð því að útflutningtekjur komi í kassann og fjármangi restina af hagkerfinu. Þetta virðist alveg hafa farið fram hjá flestum á Íslandi.

Það er allt þetta sem grunnatvinnuvegir Íslands hafa gert landinu okkar kleift í gengum tíðina. Fiskimið og landbúnaður Íslands byggðu upp landið okkar. Landbúnaður sparaði okkur svo mikinn gjaldeyri að við gátum byggt og starfrækt sjúkarhús. Því annars hefðum við þurft að eyða gjaldeyri okkar í mat. Það er vegna þessa sem smærri þjóðir þola ekki að missa grunnatvinnuvegina. Þeir byggja upp og vernda sjálfstæðið.   

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2009 kl. 11:20

6 identicon

Rétt Gunnar.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 11:26

7 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Rangt Andri. Það væri hægt að byrja strax með því að nota ónýttar bjargir á stofnunum sem þegar eru til staðar. Þannig nýta forskotið sem til staðar er vegna lækkunar á genginu og grípa læknana og annað sérmenntað heilbrigðisstarfsfólk áður en þeir eru komnir í hlaupaskóna til útlanda.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.12.2009 kl. 11:31

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gunnar,

Ef vel tekst til og við höldum skynsamlega á spilum mun krónan verða aukaatriði. Gjaldmiðilinn í sjálfu sér er engin töfralaun en við megum ekki búa svo um hnútana að hann sé okkur til trafala, eða mismuni fólki.

Það er hætta á að við endum uppi með þrefalt hagkerfi, 1. útflutningshagkerfið þar sem laun og kjör eru tengd við erlenda gjaldmiðla, 2. innlenda hagkerfið sem byggir á haftakrónunni og 3. utanlandshagkerfi þar sem íslendingar vinna erlendis og senda peninga heim.

Ég vil fara að sjá heilsteypta stefnumörkun í okkar atvinnumálum svo ekki fari illa.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.12.2009 kl. 11:38

10 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Afsakaðu Andri, þetta átti að vera "rangt Gunar",

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.12.2009 kl. 11:46

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Andri 

Sviss kemst vel af með þre- og fjórfalt mynt-hag-kerfi. Mjög vel. Reyndar best. 

Þú veist vonandi hvert er stærsta vandamál Grikklands, Írlands, Portúgals, Ítalíu, Spánar (P.I.I.G.S) núna? Þessi lönd hafa glatað samkeppnishæfni sinni því þau hafa öll misstigið sig á hinum þvengmjóa evrustíg myntbandalagsins. Ef Ísland væri ekki með sinn eigin gjaldmiðil núna þá myndu þeir ekki getað selt svo mikið sem einn sporð af fiski til útlanda. Þeir væru búnir að verðleggja sig út af landakortinu á örskömmum tíma. Þetta er óvefengjanleg staðreynd sem menn verða að horffast í augu við í eitt skipti fyrir öll.

Þetta hobby-snobb væl um annan gjaldmikið bara af því að myntin okkar þurfti að taka á sig versta skellinn vegna hruns bankakerfisins er aumkunarvert hjal barnalegra sála.

Það kvartaði enginn neytandi á meðan gengið var hátt. En núna vinnur krónan okkar nótt sem nýtan dag við af afrugla hagkerfið og koma því á réttan kjöl eftir að bílstjórar bankakerfisins klessukeyrðu bifreiðar sínar á hraðbraut íslenska hagkerfisins methraða. En þeir óku þar um eftir umferðarreglum Evrópusambandsins sem eru ónýtar. Það var eins gott að krónan okkar gat tekið við þessu risahöggi því annars værir þú totally bust núna.

Gunnar Rögnvaldsson, 10.12.2009 kl. 12:04

12 identicon

Sviss: aldagömul reynsla í fjármálageira fyrir utan pólitísk áhrif langt fyrir utan ESB

PIGS: ástæða hörmunga þeirra er eins og hjá Íslendingum. Gatslitnir stjórnmálamenn, óhæfir til að stýra hagkerfum nútímans.

Sterk króna: það kvartaði enginn neytandi þá en útflutningsfyrirtækin gerðu það. Í dag vita neytendur að þessi "aukni kaupmáttur" var aðeins tekinn að lána og kom margfallt til baka. Almenningur á Íslandi er fljótur að læra.

Totally busted now: sammála um að IKR að er hjálpa okkur mikið núna. Við verðum hins vegar að fara hugsa hlutina upp á nýtt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem að íslenskir stjórnmálamenn gera hrikaleg mistök sem lenda á almenningi.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 12:37

13 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það er himinn og haf á milli Íslands og Sviss.  Að reyna að stökkva frá haftakrónu sem enginn vill til sterkasta og best stjórnaða gjaldmiðli í heimi er ekki raunverulegt.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 10.12.2009 kl. 20:33

14 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Fín færsla eins og oftast..

Ég fékk það sem skóla verkefni fyrir ekki svo mörgum árum að rannsaka atvinnustefnu stjórnvalda. Niðurstaðan var að það hefur ekki verið rekin nein heilstæð atvinnustefna hér á landi á þessum og síðasta áratug. Líklegasta ástæðan er sú að þess hefur ekki þurft, atvinnulífið hefur verið það blómlegt.

Ég er sammála þér að nú er hins vegar tækifærið til þess að stökka spilin upp á nýtt og endurskilgreina hinar opinberu grunnstoðir atvinnulífsins, (sem eru mjög veikar).

Allt tal um að ísland eigi að vera hráefnis útflutnings land af því það hefur alltaf verið það dæmir sig sjálft. Sem betur þá hafa verið framfarir hérna og manauðurinn hefur aukist, því eru allar forsendur að byggja upp innviði annara atvinnugreina en hráefnis úrvinnslu atvinnuvegana. Til að mynda ætti að skilda útgerðir að reyna að hámarka verðmæti sjávar afla í staðin fyrir að reyna að selja hann í burtu með sem ódýrustum tilkostnaði.

Ingi Björn Sigurðsson, 13.12.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband