8.12.2009 | 21:15
Einsleitin stjórn hjá Framtakssjóði
Ekki er hægt að sjá að ný stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóðanna hafi mikla reynslu í rekstri og fjármálastjórnun einkafyrirtækja. Flest er þetta fólk frá lífeyrissjóðunum sjálfum, háskólunum eða stjórnsýslunni. Var ekki hægt að fá a.m.k. 1 stjórnarmann með reynslu í endurskipulagningu og endurfjármögnun fyrirtækja.
Það er hætta á að þessi stjórn verði of pólitísk og fari að leika "ríki í ríkinu" með þessa 30 ma kr. sem er eign sjóðsfélaga. Sérstaklega þarf að gera ráðstafanir til að tryggja að hagsmunaárekstrar verði ekki á milli stjórnar, einstakar lífeyrissjóða og þeirra fyrirtækja sem fá fyrirgreiðslu frá þessum nýja sjóði. Aðsókn eftir fé úr þessum sjóði verður gífurleg og allt reynt til að nálgast þetta fé. Það þarf sterk bein til standast allar þær freistingar sem geta myndast undir slíkum kringumstæðum.
Sérstak vandamál í íslenskum stjórnum er hversu þær eru myndaðar af þröngum hópi þar sem allir þekkjast. Það er mjög slæmt þegar allir stjórnarmenn eru málkunnugir hver öðrum áður en til fyrsta stjórnarfundar kemur.
Sjóðsfélagar mega alls ekki sofa á verðinum og verða að veita þessum sjóði öflugt aðhald til að koma í veg fyrir einkavinaframtak.
Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
Það er ekki eins og mikill hróður fari af stjórnendum einkafyrirtækja á þessu landi. Mönnum hefur tekist á ótrúlegan hátt að rústa fyritækjum á einkamarkaði sem leikskólabörn hefðu hæglega geta stýrt með miklum hagnaði. Dálítið lýsandi fyrir hverjir séu bestir í að reka fyrirtæki er sú staðreyna að besta fyrirtæki í rekstri, fyrr og síðar, er ríkisfyrirtækið Á.T.V.R.
Andspilling, 8.12.2009 kl. 21:36
Andspilling,
Það er nú hægt að fá útlendinga og það eru nú ekki öll íslensk fyrirtæki í öskunni. Það eru nú enn til menn eins og Sigurður Helgason hjá Flugleiðum þó ekki séu það margir.
Maður má ekki duga ráðalaus.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 21:47
Vissulega hefði það verið betra að hafa menn með reynslu af rekstri og/eða fjárhagslegri endurskipulagningu í stjórn félagsins. Eigum við ekki að gera ráð fyrir að Framtakssjóður Íslands muni ráða slíka manneskju til liðs við sig?
Blahh (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 00:42
Held reyndar að tilgangurinn sé að sýna lit í skiptum fyrir að inngreiðslur verði ekki skattlagðar. Því miður verður þarna sama þrönghagsmuna viðhorfið og áður.
Einar Guðjónsson, 9.12.2009 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.