7.12.2009 | 23:34
200,000 kr á tímann til að lesa yfir Icesave
Fínt skal það vera. Ríkisstjórnin hefur ráðið lögmannsstofuna Mishcon de Reya til að lesa yfir Icesave samninginn. Þetta er ein dýrasta lögmannsstofa í London og getur státað af viðskiptavinum eins og Díönu Prinsessu og Jeffrey Archer .
Eftir því sem ég kemst næst er útseldur tími hjá lögmannsstofum eins og Mishcon de Reya ekki undir 1000 pund á tímann hjá þeirra bestu lögmönnum. Þetta gerir um 200,000 kr. á tímann eða um 1.6 m kr. fyrir 8 stunda dagvinnu.
Er furða að það þurfi að skera niður á Landsspítalanum til að borga þennan reikning?
Ágreiningurinn leystur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2009 kl. 00:18 | Facebook
Athugasemdir
Á ekki eitt aukatekið orð.
Ætlar þessari vitleysu aldrei að linna.
Nei eg bara spyr !
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.12.2009 kl. 23:46
Það eru tíu mínútur af Icesave vöxtum.
Doddi D (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:49
Doddi,
Ert þú umboðsmaður þeirra á Íslandi?
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.12.2009 kl. 23:52
Er virkilega hægt að komast í gegn um verkfræðinám án þess að skilja muninn á milljónum og milljörðum?
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:54
Nei, en ég kann að reikna.
Les alltaf bloggið þitt. Við erum einfaldlega ósammála í Icesave.
Doddi D (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:55
Mér sýnist Doddi bara vera gaur sem kann að reikna.
Fyndið að hafa áhyggjur af kostnaði en vilja samt samþykkja Icesave.
Svenni (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 23:57
Hans,
m stendur fyrir milljón og ma fyrir milljarð í minni bók.
eitthvað hefur þér orðið á í messunni hér en við fyrirgefum þér þessa yfirsjón.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.12.2009 kl. 23:58
Svenni,
Það hefði verið besta mál að ráða Mishcon til að semja um Icesave áður en Svavar komast í málið en til að lesa þetta yfir er eins og heimta Rolls Royce til að komast frá Alþingi yfir á barinn á Borginni.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 00:02
Eitt er víst að ekki svelta lögfræðingar eftir hrunið.
Sigurður Haraldsson, 8.12.2009 kl. 00:02
Icesvae-málið snýst um milljarða og það í hundraðatali.
Þegar menn standa frammi fyrir þannig máli leita þeir ráðgjafar þeirra bestu sem völ er á. Jafnvel þótt vinna þeirra kosti 0,2 milljónir á tímann.
Enda eru þúsund milljónir í einum milljarði.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:08
Það má með sanni segja að nú sé þjóðin að uppskera af allri lögfræðimenntuninni sem við erum búin að fjárfesta í, svo ekki sé talað um alla hagfræðingana sem við erum búin að borga skólann fyrir. Þetta er bara eins og hlutabréf í FL.
Axel Pétur Axelsson, 8.12.2009 kl. 00:10
Hans,
Það hefði verið í fínu lagi að borga Mischcon til að semja en varla í prófarkalestur. Hvers vegna var Steingrímur að spara þegar hann skipaði Svavar til að fara fyrir samninganefndinni en spreðar í dýrustu menn í London til að lesa yfir samninginn?
Ég er líklega búinn að búa allt of lengi erlendis til að skilja þessa einstöku íslensku lógík.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 00:15
Þetta er rangt athugað hjá síðuritara. Bresk lagahefð er mjög ólík þeirri fransk-rómversku sem Íslendingar og flestar Evrópuþjóðir byggja á. Enskt lagamál er mótað af mörgum gömlum hefðum og það er ekki víst að menn skilji það jafn vel og þeir halda þótt þeir kunni ágæta ensku. Ríki ágreining um túlkun Icesave-samningana á að leysa fyrir breskum dómstól.
Það segir sig sjálft að úttekt frá breskri lögmannsstofu í fyrsta flokki er algjörlega nauðsynleg.
Það að ríkisstjórnin hafi falið Jakobi Möller og látið það duga yfirlesturinn er eftir öðru í þessu máli.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:19
Betra seint en aldrei.
Doddi D (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:25
Hans,
Þetta er alveg rétt hjá þér en það er ekki nauðsynlegt að ráða dýrustu lögmannsstofu í London til að lesa yfir lokatexta. Maður ræður bestu lögmenn til að semja og ná sem bestum samningi en ekki í prófarkalestur.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 00:26
Það er ekki verið að ráða stofuna í prófarkalestur. Prófarkalesari leitar að málvillum og stafsetningavillum (og hefði komið í góðar þarfir þegar ég skrifaði síðustu athugasemd).
Þarna er verið að kaupa úttekt á þeim skilmálum sem felast í samningnum og stöðu Íslands varðandi túlkun vafaatriða ef einhver eru og það skiptir gríðarlega miklu máli að hún sé vel unnin.
Það er varla hægt að eyða þessum milljónum með skynsamlegri hætti.
Hitt er svo annað mál að það var ákveðið að leysa Icsave-málið á pólitískum forsendum en ekki lagalegum og íslensk yfirvöld lýstu í upphafi viðræðna yfir ásetningi um að komast að samkomulagi eiginlega sama hvað. Það er kolómöguleg samningatækni.
Lögmenn hefðu í sjálfu sér aldrei leikið annað en ráðgjafarhlutverk í því máli öllu saman og vafasamt að nokkur hefði getað náð góðum samningi í þeirri stöðu sem stjórnin var búin að koma sér í (án þess að ég styðji það svona almennt að aflóga pólitíkusar séu að sjá um mál af þessum toga). Það er engin svo fær kokkur að hann geti eldað góðan mat úr gömlu íkornahræi og kaktus.
Þetta mál er eitt heljarinnar klúður frá upphafi og þarf að fara aftur á byrjunarreit, helst eftir að samkomulaginu hefur verið hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 00:41
Hans,
Vonandi er þetta allt rétt hjá þér og vonandi er þessi samningur loksins kominn í hendur fagmanna (betra seint en aldrei eins og sumir segja), en einhvern veginn læðist sá grunur að mér að þessi stofa eigi eftir að maka krókinn á þessum samningi. Þetta er ein mesta stjörnulögfræðistofa Bretlands, meira í Jón Ásgeir stíl en Steingríms. Díana notaði þessa stofu þegar hún skildi við Charles. Stofan er þekkt fyrir að reka einkamál íhaldsmanna. Það væri athyglisvert að vita hvers vegna þessi stofa var valin?
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 01:08
Hættu nú, Andri Geir! Hættu nú!
Heldur verkfræðingurinn að það sé aukvisaverk að bera saman þennan samnng og stjórnarskrána?
Svo minnir þetta mig á það, þegar Steingrímur/fjármálaráðuneytið fór allt í einu að gera lítið úr dr. Daniel Gros, hinum frábæra fulltrúa Framsóknar í bankaráði Seðlabanka Íslands, af því að það kosti fimm milljónir (um 417.000 kr. á mán.) að borga fyrir ferðir hans hingað til lands! Samt er þetta maður, sem með fram komnum ábendingum sínum – ef vissir ábyrgðarmenn færu eftir þeim – gæti sparað þjóðinni 185.000.000.000 krónur, já, 185 milljarða, og jafnvel 240 milljarða eða meira!!!
Steingrímur vill spara milljónirnar, en fleygja milljarðahundruðum, sýnist mér á þessu. Það hafa engin efnisrök komið fram hjá honum né neinum öðrum gegn ábendingum dr. Gros um að samkvæmt jafnræðisreglum EES-samningsins eigi Íslendingar a.m.k. rétt á að fá vextina lækkaða úr 5,55% niður í 1,5% (sem eru vaxtakjör sem brezki tryggingasjóðurinn nýtur á láni frá brezka ríkinu), en þar að auki ættum við líka að eiga rétt á þaki á vxtagreiðslurnar (þaki sem væri um 920 millj. kr. á ári í vaxtagreiðslur, sem sé um 40-falt minni greiðslur en Steingrímur ætlar þjóðinni að borga í vexti á hverju ári!). Einu 'rökin' sem hafa heyrzt frá Steingrími í þessu höfuðmáli eru skætingur.*
Að lokum: ég veit ekki betur en Mishcon de Reya hafi borgað bara skaplega upphæð fyrir lögfræðiálitið sem Össur stakk undir stól, eitthvað svipað, minnir mig, ef ekki minna en aðrar lögfræðistofur fengu fyrir aðra hluti. Og vitaskuld var umsótt sæti okkar í Öryggisráði SÞ "hreinasti hégómi" (eins og Birgir Ármannsson orðaði það réttilega í þingræðu) í samanburði við þá hagsmuni, sem hér eru í húfi fyrir þjóðina, en kostnaðurinn við þá umsókn um sætið í ÖRSÞ var kannski tífaldur á við kostnaðinn vegna þessa.
Köstum ekki krónunni, meðan við spörum eyrinn!
* Stgr. hafði þau einu svör að segja Gros ekki kunna að reikna (hann er heimsfrægur hagfræðingur!) og ekki kunna á reglur í Evrópubandalaginu (hann er "the Director of the Centre for European Policy Studies (CEPS) in Brussel"!). – Spurningar inn í nóttina: Af hverju temur Stgr. sér talsmáta götustráka til að nota í viðlögum? Er betra að veifa röngu tré en öngu?
Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 01:50
Jón Valur,
Alltaf batnar það. Hvers eru helstu andstæðingar þessa samnings sem þeir vilja fella allt í einu farnir að verja þessa stjörnulögfræðinga aðalsins í Bretlandi?
Til hvers að eyða peningum í að fara yfir samning sem á að fella. Eða eru þið allir loksins búnir að skipta um skoðun?
Ég hef efasemdir um að þetta sé rétta leiðin. Eða eins og Bretar mundu segja:
"You can't polish a turd"
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 08:35
Þetta er ekkert svar frá þér, Andri Geir, kl. 8.35. Vitaskuld verður að finna veika bletti á slíkum samningi, það hlýtur að vera í þágu Íslands. Og andstæðingarnir eru þó sveigjanlegri og tillitssamari en þið, fylgjendur Icesave-málsins á hendur þjóðinni – jafnvel þótt þeir ættu í sjálfu sér ekkert að vera tillitssamir við þennan ólögmæta samning, þá eru þeir þó til í að reyna allar leiðir, líka málamiðlanir (eins og gert var með fyrirvörunum, sem síðan voru sviknir með Icesave2-samningnum) til þess að reyna þó að lágmarka skaðann.
Þar að auki: Ef samningurinn og ríkisábyrgðarlögin nýju eru beinlínis stjórnarskrárbrot, þá verður að hafna hvoru tveggja til að gæta stjórnskipulegrar stöðu lýðveldisins og þjóðarréttinda okkar, það blasir við hverjum þem, sem vill skilja.
Jón Valur Jensson, 8.12.2009 kl. 10:16
Jón Valur, þú mátt ekki vera of harðhentur við Andra Geir, sem er í sárum vegna niðurlægingar Icesave-stjórnarinnar. Hann og Ómar Bjarki eiga varla “eitt aukatekið orð” yfir því að gripið skuli til varna fyrir hönd þjóðarinnar. Ætlunin er ekki að “lesa Icesave-samninginn yfir” heldur hafna honum, en fulltrúar Hennar hátignar skilja það ekki ennþá.
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 11:07
Loftur,
Það er rétt að ég er í sárum, en ekki yfir niðurlægingu stjórnarinnar þar getur hún svarað fyrir sig, heldur þeim hörmulegu vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð hér á landi fyrir og eftir hrun. Engar lexíur hafa verið lærða. Maður fer ekki að kaupa vopn þegar maður hefur tapað orrustunni, heldur á maður að kaupa vopn og undirbúa sig áður en til bardaga kemur.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 11:14
Erum við nokkuð nýir í flottræfilshættinum ?
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 11:52
Þetta er rangt viðhorf hjá þér Andri, en kemur ekki á óvart. Þegar menn hafa tapað orustu fara menn einmitt að undirbúa þá nærstu. Það eru ekki einstakar orustur sem skipta öllu máli, heldur hvernig stríðinu lýkur.
Það er núna, þegar við erum í erfiðri stöðu, sem öllu skiptir að sýna manndóm og gefast ekki upp fyrir yfirgangi af hendi andskota okkar. Við erum með vænlega stöðu í Icesave-málinu, ef við bara höfum dug til að taka það föstum tökum. Öll lagarök eru okkar megin, en veikleiki okkar eru aumkunarverð stjórnvöld.
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 13:20
Loftur,
Ef þetta er rangt viðhorf hjá mér þá hlýtur það að þýða að Svavar fór vel vopnaður á fund Breta og Hollendinga að þínum mati?
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 14:50
Andri, vinsamlega útskýrðu þá niðurstöðu þína, að ég telji að Svavar hafi farið vel undirbúinn til viðræðnanna.
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 15:33
Það er byggt á þeirri staðhæfingu þinni að viðhorf mitt að hann hafi farið vopnalaus til leiks sé rangt, þá hlýtur hið gagnstæða að gilda, nema ég hafi misskilið þig.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 15:41
Ég er til í að borga nokkrar milljónir ef þessi skoðun á Icesave gæti orðið til þess að Icesave færi ekki í gegnum þingið. Þeir eru nú svo margir milljarðarnir sem við þurfum að borga af Icesave ef það verður samþykkt að það munar ekkert um nokkar millur i viðbót. Vegna þess að ef Icesave verður samþykkt er þessi þjóð hvort sem er á hausnum - og það verður ekki lögfræðikostnaðurinn sem kemur henni á hausinn!
Soffía (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 16:33
Soffía, er ísland sem sagt svo vel statt núna að því munar ekkert um að fá Mischon de Reya til að prófarkalesa icesavesamningana ?
Sko, þið vitið að icesavesamningarnir eru um greiðslustövun á lagalegu skuldbindingunni í 7 ár eða hvað ?
Eða viljiði endilega að B&H gjaldfelli skuldina núna og ísland fari á hausinn ?
Þetta er fáránleg umræða.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.12.2009 kl. 16:55
Ómar,
takk fyrir innlitið og góða athugasemd. þetta er alveg rétt hjá þér. eigum við ekki að slútta þessu og segja "over and out".
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.12.2009 kl. 17:10
Andri, þú hefur viljandi eða óviljandi misskilið orð mín. Svavar kemur lítið við þessa sögu, nema sem embættismaður sem gerir það sem honum er sagt að gera.
Mér virðist sem þú og Ómar Bjarki séuð mest að "strjúka kettinum öfugt". Nema þið haldið að málinu sé lokið, við að það var sett í nefnd. Ég fullvissa ykkur um að þúsundir landsmanna munu ekki fyrirgefa Icesave-stjórninni svikin.
Þúsundir manna munu halda áfram baráttu gegn Icesave-samningunum, þótt meirihluti Alþingis samþykki ábyrgð á þeim. Icesave-stjórninni hefur tekist að kljúfa þjóðina svo rækilega, að taka mun hundruð ára að græða þau sár.
Loftur Altice Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.