Leikur að tölum

Hlutur útflutnings af vergri landsframleiðslu var 50% fyrstu 9 mánuði þessa árs samkvæmt tölum Hagstofunnar.  Á árunum 2005-7 var þetta hlutfall 32-34% en 44% á síðasta ári 2008.

Þetta er athyglisvert hlutfall og segir okkur margt um stöðu hins innlenda hagkerfis.  Okkar útflutningshagkerfi stendur góðum fótum.  Það stendur fyrir sínu þó svo að magni til útflutningur hafi ekki aukist eins og þessar tölur gætu bent til.

Nei, þessar tölur staðfesta því miður það sem margir vita að okkar innlenda hagkerfi hefur hrunið.  Ef útflutningur hefur ekki aukist að ráði að magni til þýðir þetta að innlenda hagkerfið hefur dregist saman um helming mælt í verðgildi útflutningsgreinanna.  

Hér hefur himinn og haf myndast á milli þeirra sem standa í útflutningi og fá greitt í gjaldeyri og þeirra sem afla sér sinna tekna í innlenda hagkerfinu.  Best standa þeir sem eru skuldlitlir, fá tekjur af útflutning en eru með kostnaðinn í krónum.  Þessir aðilar hafa aldrei haft það eins gott.

"Every cloud has a silver lining" eins og sagt er.

 


mbl.is Mikill samdráttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband