6.12.2009 | 16:52
Glöggt er gests augað
Viðtal við Roger Boyes í Silfri Egils var áhugavert. Þar kemur vel fram hversu mikla áherslu útlendingar leggja á ábyrgð einstaklinga og þeirra hlutverk í hruninu. Erlendis er sú skoðun að fólk standi á bak við vandamál og lausnir, en ekki kerfið eða regluverkið.
Hæfni, kunnátta og reynsla þeirra einstaklinga sem sitja við stjórnvöld skiptir gríðarlegu máli. Það er ekki nóg að geta slegið öllu upp í grín eða kennt erlendu samsæri um allt sem afvega fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Andri, það er heldur ekki nóg að kenna einum Dabba um allt. Öll þjóðin var farin að halda að peningar væru eitthvað sem Vigdís plantaði á Þingvöllum eða manna stráð af himnum ofan.
En býrð þú ekki, eða bjóst, í ESB landi, þar sem kerfi og regluverk er talið framar öllu? Þú ruglar nú stundum meira en lög og reglur ættu að leyfa, Andri Arinbjarnarson.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2009 kl. 20:44
Vilhjálmur,
Þú kvartar yfir að mega ekki nota myndir af Andra Snæ en á sama tíma villt að mín skrif séu ritskoðuð, brilliant! Ég geri ráð fyrir að þú sér ekki aðdándi Voltaire.
Dabba ætti ekki að vera skotakuld í að loka á ruglið í mér, ekki satt?
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 21:17
Alvarlegar ásakanir. Hvar hef ég haldið því fram að ritskoða bæri Andra Arinbjarnarson? Þetta er hálf mógandi.
Svo var það ekki ég sem kvartaði undan því að mega ekki nota myndina af Andra Snæ. Ég sá strax að ég mátti ekki gera það. Það var Andri sem hringdi í undirmenn Dabba og kvartaði yfir því að ég væri að upplýsa um stofnun þá sem gefur honum 75000 Evrur. Andri Snær er sá sem ekki er Voltairistinn.
Nú hef ég greinilega gerst of Andropómorfískur, þar sem tveir frægustu Andrarnir á Íslandi eru svekktir og halda að ég sé fyrir ritskoðun. Ég bíð bara eftir því að þeir geri athugasemdir.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.12.2009 kl. 22:20
Þú ruglar nú stundum meira en lög og reglur ættu að leyfa, Andri Arinbjarnarson.
Ég get ekki betur séð en að þú villt "reglur" sem banna ruglið í mér. Er þetta ekki svolítið eins og menn mundu hafa sagt undir rós í Austur Evrópu í den?
Nei, svona athugasemdir eins og frá þér eru í raun mikill gæðastimpill, ef ég stuða ekki fólk er ég ekki að standa mig í blogginu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 22:39
Andri sæll..varðandi hrunið þá getur þú varla komið sökinni á Davíð...voru ekki stjórnendur bankanna með lykillvöldin til þess arna..mitt mat er að fall bankanna má nánast alfarið skrifa á æðstu stjórnendur gömlu bankanna..að halda öðru fram er barnaskapur..svoleiðis er það um allann heim.
Það er verið að fremja glæpi í bönkum heimsins enn þá í dag..glæpi þú spyrð..ég tel það glæp þegar menn skaffa sér mörg hundruð milljóna arðgreiðslur..og heimta svo lán frá ríkinu vegna þess að bankinn stendur svo illa...stjórnvöld...bankar...og central banks um heim allann vinna saman gegn hyskinu..like it or not.
Ægir Óskar Hallgrímsson, 6.12.2009 kl. 22:42
Ægir,
Hvar nefni ég Davíð í þessari færslu?
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 22:51
Hvernig ættu lög og reglur að stjórna því hvort menn skrifi af skynsemi eða ekki?Það er augljóslega eingöngu hægt með ritskoðun. Vilhjálmur Örn er fylgjandi ritskoðun að því gefnu að vit sé í orðum hans.
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 08:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.