6.12.2009 | 14:48
Forseti vor og Facebook
Íslenskt lýðræði er eins og skyrið okkar, alveg einstætt á þessari jörðu. Alþingi og ráðherrar eru að verða að stofustássi sem brátt flyst yfir á þjóðminjasafnið.
Í dag er það Forseti vor og Facebook sem blífur. Það skiptir engu máli hvað ráðherrar blaðra og lofa eða hvernig Alþingi vinnur. Á endanum er Facebook sem ákveður og Forsetinn framfylgir.
Í raun má segja að sú aðför sem nú er í gangi gegn hinu 19. aldar konungsinnleidda þingræði er mun athyglisverðari en þetta Icesave mál.
Erum við að leggja línurnar fyrir nýjum lýðræðissiðum?
Íslendingar munu draga úr losun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fari svo að forsetinn beiti synjunarvaldi eftir undirskriftasöfnun þá eru það tæplega nein nýmæli á heimsvísu.
Það tíðkast víða að hægt sé að knýja fram atkvæðagreiðslu um eitthvað mál með undirskriftasöfnun. Sumstaðar (t. í Sviss og Kaliforníuríki) er það meira að segja ekki bundið við að hafna máli heldur er beinlínis hægt að setja frumvörp beint í almenna atkvæðagreiðslu framhjá fulltrúalýðræðinu með undirskriftum visst margra kjósenda.
Á báðum stöðum sem ég nefni eru almennar atkvæðagreiðslur um tiltölulega minniháttar mál, jafnt sem stórmál, algengar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:39
Hans,
Það sem er athyglisvert er notkun á Facebook og netinu til að miðla upplýsingum og ná fram undirskriftum á mettíma.
Ég hef skrifað aðrar færslur um beinna lýðræði eins og tíðkast í Sviss og að við þurfum að huga að þessu þegar nýtt stjórnlagaþing kemur saman.
Andri Geir Arinbjarnarson, 6.12.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.