240% - 310% - 350% - 400%?

Í hvert skipti sem AGS kemur til landsins hækkar erlend skuldabyrði þjóðarbúsins.  Þetta er orðið ansi vandræðalegt fyrir alla aðila sem koma að þessum útreikningi.  Hvað ætlar það að taka mörg ár að reikna þetta út?  Eða er þetta þrautskipulagður spuni?

Eitt er víst að ef skuldir þjóðarbúsins eru 350% mun það taka yfir 50 ár að ná þeirri skuldabyrgði niður í 60%.  Óljóst er hvernig við ráðum við vaxtagreiðslur hvað þá að borga af höfuðstólnum.

Það verður að afskrifa eitthvað af þessu.  Hvað hangir hér á spýtunni?  Fáum við betri afskriftir innan ESB en utan?  Ef svo er, vandast þessi Icesave útreikningur því Icesave er okkar leynilykill að ESB.

Öll umræða um að við missum fullveldi ef við göngum inn í ESB er á villigötum. Skuldug þjóð með haftagjaldmiðil og AGS við stjórn hefur minna fullveldi en núverandi ESB ríki.  Innganga inn í ESB mun bæta okkar fullveldi, við fáum alvörugjaldmiðil, aðgang að fjármálamörkuðum og losnum við AGS.  

 


mbl.is Skuldabyrðin enn meiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kannski er það bara þjóðarframleiðzlan sem fer svona minnkandi.  Skuldirnar alltaf þær sömu.  Þetta eru allt prósentur miðað við framleiðzlu, sjáðu til.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.12.2009 kl. 10:49

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ásgrímur,

Sei, sei jú mikil ósköp, það þarf að huga bæði að nefnara og teljara í svona umræðu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.12.2009 kl. 10:53

3 identicon

Samdráttur í vergri landsframleiðslu er um 9% fyrir 2009.  Spár gera ráð fyrir lækkun um 2% 2010. Nefnarinn leiðréttist því um þá tölu.

Það er öll breytingin.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband