3.12.2009 | 12:07
Ísland stjórnlaust
Ákveðin upplausn og uppgjöf er að færast yfir stjórnvöld og Alþingi sem ekki veit á gott. Greinilegt er að okkar stjórnmálamenn, sem ekkert gerðu fyrir hrun nema að horfa á þegar brennuvargar kveiktu í, eru vanmegnugir að eiga við þau risavandamál sem steðja að þjóðinni. Að búa til erlendan óvin þegar vandamálin eru öll heimatilbúin er klassísk aðferð lýðskrumara og fúskara.
Við höfum einfaldlega ekki leiðtoga sem geta leyst vandamálin á faglegan og fumlausan hátt.
Endalausar deilur og ósætti yfir atriðum sem við getum ekki breytt eða ráðið við skyggja á þær nauðsynlegu praktísku lausnir sem okkur standa til boða og þær eru ekki margar.
Meirihluti þjóðarinnar og þar með stjórnmálamennirnir eru í afneitum um ástandið. Það er búinn til einhver gerviveruleiki þar sem allt er mögulegt ef við bara högum okkur eins og við höfum alltaf gert og treystum á það kerfi sem brást í hruninu. Við förum í endalausa hringi og afgreiðum allar viðvaranir sem hræðsluáróður og væl. Við eru í matadorspili þar sem við höfum tapað öllu en heimtum að spila áfram á þeirri forsendu að ef við förum bara nógu oft yfir byrjendareitinn þá muni þetta reddast.
Spilið er búið og tapað. Því fyrr sem við viðurkennum það, því betra. Endalausar ræður á Alþingi breyta hér engu.
Hótanir ekki frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stefnum á gjaldþrot.
Fellum Icesave.
Það verður skárri útkoma, en að halda baráttunni áfram, eins og Steingrímur J. kallar það.
Þó það hljómi ótrúlegt, þá mun leið ríkisstjórnarinnar vera enn, enn erfiðari fyrir þjóðina.
Skoðaðu mitt blogg, ef þú hefur áhuga á að vita, hvað það er sem ég á við, einkum færsluna: Ísland er gjaldþrota.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.12.2009 kl. 12:40
Virk stjórnun verður ekki til af sjálfu sér. Til þess að stjórna heilu landi þarf fókusinn að vera á réttum þáttum. M.a. hag landsmanna, ekki hag fárra útvaldra, eða sérhagsmunahópa.
Sem fyrr eru kosnir fulltrúar 4-flokksins strengjabrúður óreiðumanna og því er allt í kaldakoli. Jónas bendir líka á stöðuna eins og hún er núna. Hér.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 12:49
Þeta gjaldþrotatal, þ.e. að með því að lýsa yfir gjaldþroti landins o.s.frv. og þar sé mikil snilldarlausn etc - þetta er bara rugl.
Hefur fólk kynt sér hvernig gjaldþot eða greiðslufall Landa fer fram ? Eg efast um það. Það er ekkert eins og fólk heldur.
Td. þó ísl. mundi lýsa yfir svokölluðu gjaldþroti - þá mundi icesaveskulbindingin ekkert hverfa við það. Hún er þess eðlis - að hún hverfur aldrei. Eignir bankans munu fara uppí skuldina og sá hluti er útaf stendur verður allta með einum eða öðrum hætti þarna. það er miklu gáfulegra að ef menn telji æseif sérstalega vera landinu um megn, að segja að hægt verði að semja eftir nokkur ár að nýju um þær skuldbindinar.
Maður er orðinn veruega þreyttur og undrandi á eilífu rugli sem getur komið frá fólki þessi misserin.
Eina vitið núna, og fakískt eini möguleikinn á för okkar, er að klára æseif dæmið eins og þar núna - og halda áfram göngu okkar gegnum hríðina, seiglast upp næstu brekku og vinna úr þeim aðstæðum er upp koma hægt og rólega. Æseif brekkan er reyndar langaleið í burtu og ekki gott að sjá hvort hún sé erfið eða ekki úr þessari farlægð og svo slæmu skyggni. Jú, gæti orðið erfið - en alveg eins gæti hún bara verið svona þæfingsbrekka, jafnvel smá hóll. Who knows.
Og þetta er rétt hjá pistlahöfundi að það er eins og íslendingar, sumir allavega, séu í einverjum gerfiheimi og aumkunarleg afstaða og framkoma stjórnmálamanna margra gagnvart vandamálum íslands. Gamla trikkið: Vondir útlendingar. Það er nú ekki frumlegra en það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2009 kl. 13:00
Icesave er óútfylltur víxill og hann má því ekki samþykkja umfram samþykktina í ágúst. Við verðum að hafa einhverja varnagla þegar svona margar stærðir eru óþekktar. Þessi Ríkisstjórn veldur þessu engan veginn og er eins og höfuðlaus her að berjast gegn betri samvisku sinni. Þjóðin finnur það. þá er ekki traustvekjandi að Forsætisráðherra sitji bara með fílusvip í þau fáu skipti sem hún lætur svo lítið sem mæta á þingfund og svari engum fyrirspurnum utan að fara í pontu og flytja sömu ræðuna og við byrjun þessarar stjórnar og á 17. júní. Okkur vantar áþreifanlega sterkan sameiginlegan leiðtoga. Þessi Ríkisstjórn gerði ófyrirgefanleg mistök með vali á samningamönnum og máttleysi í vörn skuldsettra heimila. Hún er að missa trúnað við millistéttina og það er aldrei gott þar sem millistéttin er mjólkurkúin.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.12.2009 kl. 13:22
Sammála þér og Jónasi (jonas.is): Það er ekki tekið á málum. Fyrst og fremst hugsa menn um flokkinn sinn og að taka ekki of mikla áhættu með því að breyta einhverju. Það er ekki verið að hugsa um þjóðarhag. Hrunflokkarinir (XD og XB) hamast núna við að notfæra sér allar þær glufur sem til eru í lögum og reglum til að þæfa mál endalaust. Alveg eins og menn notuðu allar glufur sem til voru í kerfinu til að sanka að sér peningum fyrir hrun. Nákvæmlega sama ástandið og fyrir hrun. Með sama áframhaldi hlýtur að verða annað hrun.
HF (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 14:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.