Ríkisábyrgð þýðingarlaus

Eftir að stjórnvöld í Dubai neituðu að standa við lánasamninga Dubai World segja bankamenn í The Times í dag að ríkisábyrgð sé þýðingarlaus eða eins og fyrirsögnin segir:

"Sovereign guarantee is now meaningless"

Þar er þess getið að í framtíðinni munu lánadrottnar fara fram á áþreifanleg ríkisveð í samningum við ríkisfyrirtæki og stofnanir.  Sú tíð að þegar orð og undirskrift ríkisstjórna um ríkisábyrgð var látin duga er liðin.  Í framtíðinni verða menn að búast við ákvæðum eins og birtast í okkar Icesave samningi.  Hann er um margt framtíðin og því þýðir lítið að reyna fá ákvæðum þar breytt.  

Það ætti að vera alveg ljóst að eftir Dubai áfallið fáum við ekki betri samning í náinni framtíð.  Nú er annað hvort er að hrökkva eða stökkva.

Ps.  Þessi nýju viðhorf munu hafa slæmar afleiðingar fyrir fjármögnun og endurfjármögnun orkufyrirtækja hér á landi, sérstaklega fyrir OR sem er komin í ruslaflokk.

 


mbl.is Yndislega ótrúlega ómerkilegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sæll Andri, eitt atriði varðandi ríkisábyrgðina á þessum lánasamningi Innistæðutryggingasjóðs veldur mér áhyggjum og hefur hvergi komið fram, alla vega hefur það farið fram hjá mér. En það er hvort þetta skuldabréf getur gengið kaupum og sölu þegar og ef ríkisábyrgðin verður samþykkt?  Ef þessi lánasamningur verður eign einhvers vogunarsjóðs þá væntanlega skipta einhverjir votir draumar samfylkingarmanna um baktryggingu ESB á þessum samningi engu máli eða hvað....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.12.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þess þá heldur eigum við ekki að samþykkja hann óbreyttann. Þú tryggir ekki eftirá og breytir ekki lögum og lagaskilningi eftirá. Það er engin ríkisábyrgð á Icesave. Punktur, basta. Þjóðin verður aldrei sátt við inngöngu í ESB meðan hún sér sambandið sem óvin og árásaraðila.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.12.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Adda,

Þá verðum við að hafna honum og taka afleiðingunum.  Innganga inn í ESB verður ekki á dagskrá þá í náinni framtíð enda óhugsanlegt að við getum samið um fiskveiðar ef við fellum Icesave.  Það er ekki hægt að fá allt.  En hvaða framtíðarsýn tekur þá við?

Landflutningar á ungu kynslóðinni inn í ESB?  Hverjir eru vinir okkar aðrir en Færeyingar?  

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Gerður Pálma

Mér sýnist á mörgu að stór fjöldi fólks sem býr erlendis er í mun betri aðstöðu að vinna fyrir Ísland en ef það býr þar. 

Gerður Pálma, 2.12.2009 kl. 16:42

5 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Þetta er nokkur pattstaða, rétt er það. En Icesave verður aldrei aðgöngumiði að ESB því þjóðin mun hafna því. Of mikil gengisáhætta er til staðar í samningnum og hann er trúlega mjög á gráu svæði gagnvart Stjórnarskránni þar sem ábyrgðin er tímalaus og takmarkalaus. Ég held að pattstaðan sé í raun sú að ef við samþykkjum þá missum við fólkið hvort eð er úr landi því við ráðum illa við þetta, sérstaklega ef neyðarlögin halda ekki og ef viðlíka stjórn og nú er heldur áfram. Því segi ég að ef þú ert í vafa skal fara eftir því hvað sé réttara og niðurstaða mín er sú að þar sem fyrirvararnir haldi ekki frá því í ágúst sé þessi samningur óásættanlegur. Áhættan er einfaldlega of mikil miðað við hugsanlegar afleiðingar af höfnun. Aðrar leiðir gætu verið gjaldmiðlaleið a la Loftur Altice eða einhliða eða tvíhliða upptaka gjaldmiðils.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 2.12.2009 kl. 16:45

6 identicon

Talandi um OR þá langar mig að benda á raforkuverð hjá OR annars vegar og hjá Tafjord hins vegar sem er norskur raforkusali:

OR: 9,49 kr/kWst

http://www.or.is/Einstaklingar/Verdskraogskilmalar/Rafmagn/

Tafjord: 0,3159 NOK/kWst = 6,88 kr/kWst

Þá hafið þið það !! Raforka til heimilisnota er í dag um 38% dýrari hjá OR en í Noregi sé aðeins miðað við þennan eina raforkusala.

Við getum svo sem einnig sagt að ef raforkan í Noregi og Íslandi eigi að vera á áþekku verði þá sé gengi IKR of veikt þannig að EUR ætti að vera 133.

Ég skal hins vegar gefa ykkur einfaldari skýringu og hún er sú að Norðmenn hafa verið að loka álverum og iðnaði sem er frekur á raforku.

http://www.tafjordkonsern.no/privat/

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 16:49

7 identicon

Áður en lengra er haldið ætla ég að hafa smá fyrirvara í fyrri verðsamanburði áður en ég fullyrði 100%.

Varðandi Icesave þá held ég að Alþingi hafi sýnt undanfarið að það hefur varla þá vigt sem þarf til að koma okkur á skrið. Það virðist vera hver höndin upp á móti annari fyrir utan að almenningur treystir hvorki stjórnvöldum, fjármálastofnunum né hinu opinbera.

Við erum í pólitískri klemmu ofan á allt hitt.

Ég held að það væri farsælast fyrir þjóðina og Alþingi ef Ólafur Ragnar myndi senda Icesave til þjóðarinnar. Bretar og Hollendingur myndi virða það. Það verður hins vegar að upplýsa þjóðina hvað hangir á spýtunni eins og Steingrímur ýjaði að.

Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:01

8 identicon

Björn ég held að þú sért að gleyma að taka flutningskostnaðinn með í reikningin. Söluverð á kwh hjá OR er 3,83 kr.  Þegar flutningurinn og annað  er tekið inn þá verður verðið 9,49.

Ég hugsa að tölurnar sem þvú ert að vísa í frá Tafjord séu einungis sala án dreifingar. OR er því með talsvert lægra verð heldur en Tafjord

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:07

9 identicon

Ég(58), var að kaupa "The World in 2010", c/o "The Economist".

Ég, er byrjaður að skoða þetta ágæta Rit, sem ég hef keypt í meira en áratug.

Íslendingar eru ekki verstir, vandinn virðist vera sá að stórtækir "Spila-Fíklar", eigi eftir að koma Heiminum í sömu vandræði innan Tíu(10) ára.

Skoðið þetta vandlega, eins og allur Heimurinn er að reyna.

Kveðja! 

Páll Björgvin Kristjánssom (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 17:20

10 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Gerður Pálma,

Því miður er það svo að fólk sem býr erlendis og er ekki háð íslensku kerfi um framfæri eða fyrirgreiðslu er í miklu betri og opnari aðstöðu til að gagnrýna og spyrja vandræðalegra spurninga.  Á Íslandi þarf fólk að passa sig að stuða ekki "rétta" fólkið.

Andri Geir Arinbjarnarson, 2.12.2009 kl. 17:23

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Það er rétt að Alþingi hefur ekki einurð til að beita því valdi sem það hefur til að taka ákvörðun fyri þjóðina. Þjóðaratkvæði er varla vænleg leið en ekki spurning að menn myndu samþykkja IceSafe með góðum meirihluta. Það myndi létta byrðarnar á herðum stjórnmálamanna en þá yrði líka að lækka þingfararkaup sem því nemur. ESB er blandað inn í þessa umræðu sem er fyrir mér órökrétt. Það eru margar ESB þjóðir sem hafa meiningu í þessu máli en ekki allar og ESB sem bjúrókratí hefur bara fyrirsjánlega afstöðu þegar eftir henni er leitað. Með því að tengja ESB og IceSafe er verið að þokuleggja umræðuna. Þegar upp er staðið verður að taka á öllum málum sem hruninu tengjast og það geta menn forðast að ræða um með því að tönnlast á IceSafe. Mikilvægari og nærtækari mál bíða ekki þau gerast þrátt fyrir aðkomuleysi þingmanna. Mér finnst Alþingi ekki vera fulltrúi fullvalda þjóðar. Það vanrækir skyldur sínar einmitt þegar mest á ríður. Sorglegt.

Gísli Ingvarsson, 2.12.2009 kl. 20:22

12 identicon

Það ber að hafa í huga að skuldir Dubai World nutu aldrei ríkisábyrgðar. Bankamenn töldu bara að svo væri í raun, án þess að hafa nokkuð fast í hendi í þeim efnum. Þeir tóku áhættuna og töpuðu á því og ekkert óeðlilegt við það. Ég held því að það sé því ofsögum sagt að markaðurinn líti nú almennt svo á að ríkisábyrgð hafi ekkert að segja.

Hins vegar munu lánveitendur nú endurmeta þá trú sína að ríkið standi að baki skuldum ríkisfyrirtækja í þessum auðugu olíuríkjum—og e.t.v. víðar þar sem slík trú hefur legið að baki lánveitingum—og láta vexti til þeirra endurspegla þá auknu áhættu sem af því leiðir. Sem er auðvitað hið besta mál hvað Dúbaí varðar, því eins og glöggt má sjá hefur lánsfjármagn þar verið alltof ódýrt.

Davíð (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:49

13 identicon

,,Á Íslandi þarf fólk að passa sig að stuða ekki "rétta" fólkið."

 Hvers vegna er fólk að skrifa ,,nafnlaust"  um þessa hluti ?

Það hefur aldrei verið málfrelsi á Íslandi !

Hvaða framtíð bíður þessarar þjóðar ?

Ef það nennir engin að gera neitt í málunum, þá verða þetta auðvitað allar sömu klíkurnar með sömu gömlu pólitíkna !

JR (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 20:56

14 identicon

Kosturinn við að vera komin í ruslflokk er að spilltir stjórnmálamenn munu eiga erfiðara með að skuldsetja almenning.

Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 2.12.2009 kl. 23:07

15 identicon

Ábyrgðir og veðtryggingar hinna ýmsu fasteignafélaga í Dubai eru líklega mun flóknari en svo að hægt sé að alhæfa um þau og því síður hvort þau hafa yfirfærsluáhrif á ríkisábyrgðir á lánum til Íslands. Sérhver samningur (eða lánapakkar) er í eðli sínu einstakur, gerður undir ákveðnum kringumstæðum og um hann gilda lög viðkomandi lands / landa.

Erfitt er að sjá lagaleg áhrif af kyrrstöðusamningum lána fasteignafyrirtækja í Dubai á Icesave. Icesave er fyrst og fremst algert klúður frá A-Ö og með hliðsjón af bráðabirgðalögunum sem ríkisstjórnin setti þarf töluverða einsýni að lýsa frati á afstöðu allra viðskiptaþjóða okkar um ábyrgð þeirrar gjörðar og líta á alla sem óvini Íslands og íslensku þjóðarinnar.

Sennilega voru mestu mistökin í þeirri erfiðu stöðu sem var komin upp að senda óreynda áhugamenn og afdankaðan pólitíkus til að leiða flókna samninga um frágang málsins, enda ljóst nú að snaggaraleg afgreiðsla Hollendinga og Breta á samninganefndinni gæti orðið þjóðinni alvarlegur myllusteinn um háls um ókomin ár. Steingrímur J kom reyndar á óvart með óvenju ófaglegum vinnubrögðum í þessu máli og verður líklega ljótasti bletturinn á hans pólitíska ferli þótt hann verði tíræður á þingi.

En það gildir það sama um kyrrstöðusamninga fasteignafélaga í Dubai og Icesave, því fyrr sem málið er klárað og óvissu eytt, því betra. Það er ljóst að lengra verður ekki komist í Icesave samningunum úr þessu og illskárst að afgreiða samninginn og taka til hendinni við endurreisn efnahagslífsins í samvinnu við nágrannaþjóðir okkar. Af því hafa allir hag.

Jóhannes (IP-tala skráð) 3.12.2009 kl. 00:17

16 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

að mínu mati er óráð að samþykkja samninginn. Ef hann verður ekki staðfestur gildir samningurinn frá því í ágúst eða að tryggingasjóðurinn fylgi samningnum án ríkisábyrgðar. Alþingi má ekki samþykkja samninginn með engu þaki og án fyrirvaranna frá því í haust. Lagalega er hæpið að Ríkisstjórnin hafi haft umboð til nýrra samninga eftir að málinu lauk með lagasetningu í ágúst. Við getum ekki samþykkt  þetta svona án takmarkana á upphæð og tíma. Sérstaklega þar sem allir virðast sammála um að okkur beri ekki skylda til þess.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 3.12.2009 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband