1.12.2009 | 10:24
Nýir eigendur hreinsa til í Arion banka
Nú þegar fyrir liggur að Arion banki kemst í erlenda eign að mestu leyti má búast við að nýir eigendur hreinsi til og geri bankann samkeppnishæfari á íslenskum markaði með því að setja viðskiptaleg sjónarmið ofar pólitísku baktjaldamakki.
Fyrsta skref þeirra ætti að vera að skipta út pólitísku bankaráði og ráða þar inn hæfa og ópólitíska stjórnarmenn. Þá er nauðsynlegt að ráða nýjan bankastjóra sem getur loftað út og innleitt ferskan stjórnunarstíl. Æskilegt er að þessi nýi bankastjóri sé útlendingur og hafi engin fortíðartengsl við íslenskt bankasamfélag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei, þetta er ekki svona gott Andri.
Eins og ég skil þetta þá ætla skilanefndirnar að reka þennan nýja banka Arion fyrir hönd þessara nýju eigenda næstu árin. Skilanefndirnar ætla sér ekki að sleppa takinu af hvorki Kaupþingi eða Arion. Þeir ætla sér að halda áfram að stjórna þeim báðum og sýsla með þær eignir sem þar eru inni. Það er hluti af "dílnum".
Nýjir eigendur komast ekkert að þessum bönkum nema í gegnum skilanefndirnar. Ef þetta er rétt þá gerist ekkert af því sem þú er að nefna hér Andri. Skilanefndirnar eru ekki þarna til að koma rekstri Arion banka í gott horf. Tilgangur skilanefndanna er allt annar.
Mér skilst að þannig hafi skilanefndirnar búið um hnútana. Nú verður einhver að leiðrétta mig ef þetta er rangt hjá mér.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 1.12.2009 kl. 10:52
Friðrik,
Líklega rétt hjá þér og sorglegt enda eru skilanefndirnar pólitískar eins og bankaráðin. Hér er öllu haldið í heljargreipum pólitískra afla sem vilja stjórna og stýra öllu. Unga kynslóðin sem ekki hefur áhuga á pólitískum poti á um fátt annað að velja en að flýja land.
Andri Geir Arinbjarnarson, 1.12.2009 kl. 10:59
Hvernig má það vera að erlendir kröfuhafar eignist 90% í bankanum en fá engu að ráða ?
Að 10% sem er skilanefndin hafi öll völd ?
Getur einhver útskýrt þetta ?
Sævar Helgason, 1.12.2009 kl. 11:21
Þetta er rétt nálgun hjá Andra. Skilanefndirnar, bæði í Glitni og Kaupþingi gæta hagsmuna kröfuhafa og stýra bönkunum til þess að hámarka viðskiptaleg verðmæti hans fyrir þá. Samkeppnishæfari og betri banki er því eitthvað sem kröfuhafar krefjast. Viðskiptaleg sjónarmið verða hinum pólítísku yfirsterkari. For better or worse.
Karl G. (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.