Icelandair í óskasamkeppnisstöðu

Rekstur Icelandair virðist í góðum málum áður en til fjármagnsliða kemur enda er félagið í góðri samkeppnisstöðu.  Flugmiðar eru verðlagðir í evrum en rekstrarkostnaður er að mestu í krónum og dollurum.  Launakostnaður hefur hrapað mældur í evrum og eldsneytisverð er lægra nú en í fyrra.

Allt þetta hjálpar en dugar skammt þegar efnahagsreikningurinn er illa laskaður af skuldum.

Hins vegar er ekki ljóst að þessi verðstrategía haldi.  Icelandair er ekki lengur samkeppnishæft á flugleiðum sem bandaríks og bresk flugfélög eru sterk.  T.d. er Icelandair ekki lengur í hópi ódýrustu flugfélaga á leiðinni London til New York eins og fyrr á árum.  Nú er Iceandair um 33% dýrara á þessari flugleið en þeir ódýrustu.

Því miður fá Íslendingar ekki að njóta betri samkeppnisstöðu félagsins í hagstæðari flugfargjöldum.  Allt gengur út á að halda uppi eins háu verði til að geta borgað skuldir.  Nokkuð sem landsmenn verða að sætta sig við í farmtíðinni.

Fólk þarf ekki aðeins að borga sínar eigin skuldir og skuldir ríkisins í formi hærri skatta, skuldir fyrirtækja fara líka á bakið á sliguðum landsmönnum í formi hækkandi verðs á vörum og þjónustu.

 


mbl.is Afkoma Icelandair Group versnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Andri.

Sko!  Ef þetta ár er það versta sem greinin hefur gengið í gegnum, eins og þessi forstjóri segir, þrátt fyrir að hagnaður sé 4 milljarðar, þá geta þessir andskotar ekki kvartað!!!

Kveðja, Sigurjón

Sigurjón, 30.11.2009 kl. 18:41

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurjón,

Þeir spinna þetta á þann veg sem hentar þeim.  Best að tala um tap eftir skatta svo ekki komi upp umræða um hátt flugmiðaverð.  Allt á sömu bókina lært.

Andri Geir Arinbjarnarson, 30.11.2009 kl. 18:51

3 Smámynd: Sigurjón

Einmitt.  Takk fyrir það.

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 30.11.2009 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband