Fúsk og seinagangur

Íslensk stjórnvöld telja að vel og hratt sé unnið í endurskipulagningu á skuldugum fyrirtækjum.  Erlendir ráðgjafar eru ekki eins hrifnir af verklaginu og lesa má á milli línanna að þeir telja hér um fúsk og seinagang að ræða.  Þegar ráð erlendar sérfræðinga passa ekki við pólitíska hagsmuni ráðherra eru þeir bara sendir heim eins og örlög Mats Jósefssonar munu líklega verða um næstu áramót.

Hvers vegna í ósköpunum skuldug fyrirtæki voru ekki strax sett í fjársýslufélag þar sem erlendir sérfræðingar hefðu séð til að allir fengu gegnsæa og sömu meðferð er aðeins hægt að útskýra á einn hátt: pólitísk hagsmunagæsla.  Hér er verið að hugsa um hagsmuni fárra útvaldara á kostnað heildarinnar - allt í boði félagslegrar stjórnar sem segir að við eigum að fara að haga okkur eins og best þekkist á hinum Norðurlöndunum en neitar að fara eftir ráðleggingum norrænna sérfræðinga!

 


mbl.is Engin heildarstefna um fyrirtæki í skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband