30.11.2009 | 15:52
Sápuóperan Ísland
Ekki batnar það. Nú segir Steingrímur að það verði að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum sem ekki sé þorandi að tilgreina á hinu háa Alþingi. Hvað er verið að fela? Hvað má þjóðin ekki vita?
Hér er Steingrímur og ríkisstjórnin greinilega komin í þrot og allt í hnút.
Ef Alþingi samþykkir Icesave aðeins vegna þess að framkvæmdavaldið segir svo, missir þingið allt traust og trúverðugleika og spurningin vaknar hvers vegna þurfum við alla þessa Alþingismenn?
Ef Alþingi fellir Icesave skeður eitthvað hræðilegt sem Steingrímur einn veit.
Þessi staða er algjörlega óásættanleg í lýðræðisríki.
Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Getur Steingrímur ekki sagt frá þessum ótilgreyndu ástæðum opinberlega svo að það þurfi ekki að eyða tíma í að ræða þessi mál?
Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:32
Hefur málið ekki legið nokkuð ljóst fyrir. Við eigum bar einn kost - sem er að ganga að þessum samningi.
Það áttum við að gera strax sl. vor. Þá værum við í miklu betri málum nú. Lánalínur löngu opnaðar og skikk að komast atvinnulífið.
Fellum við þennan samning núna- er líklegt að við færumst um hálfa öld aftur í tímann varðandi lífskjör hér. En stjórnarandstöðunni er mest í mun að fella ríkisstjórnina og naga beinin sem eftir eru. Kjötkatlarnir eru tómir.
Við fall samninganna falla neyðarlögin og allur ICESAVEkostnaðurinn verður gjaldfelldur á okkur... Svartnætti framunda fari svo...
Sævar Helgason (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 17:11
Jebb, þetta er algjörlega óásættanlegt.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 30.11.2009 kl. 18:09
Þrýstingurinn frá þjóðinni um að fá sannleikann upp á borðið er að vaxa hratt. Stíflan mun bresta - það er óhjákvæmilegt.
Ketill Sigurjónsson, 30.11.2009 kl. 21:51
Sápu hvað ?
Það er engin sápuópera í gangi hjá mér eða á heimilum almennings hér á landi.
Er nokkur möguleiki á því að það tengist samvinnu, samráði eða jafnvel leikriti fjórflokksins sem nú nær hæstu hæðum á Alþingi þessa dagana.
Bendi hér á afbragðssamantekt Baldurs varðandi 100% samstöðu fjórflokksins.
Loks minni ég á það að þessi flokkur þáði samtals hundruði milljóna frá þekktum óreiðumönnum og loftbólufyrirtækjum síðustu árin.
Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.