Ása Guðmundsdóttir Wright

Morgunblaðið greinir frá nýrri bók Ingu Dóru Björnsdóttur um athafnakonuna Ásu Guðmundsdóttur Wright.  Ég hef nýlokið við lestur bókarinnar og hér er á ferðinni vönduð og vel skrifuð bók.  Höfundur hefur rannsakað lífshlaup Ásu mjög ýtarlega og vitnar í fjölda heimilda.  Þetta er bók í anda Ásu, hispurslaus og nákvæm.

Ása og Newcome Ása og móðir mín voru systkinadætur og það voru ekki ófáar sögurnar sem ég heyrði um Ásu og hennar ævintýri þegar ég var lítill strákur.  Ása var sannkölluð ævintýriskona, vann í stríðinu fyrir breska herinn í Englandi við ritskoðun bréfa og settist síðan að í Trínidad og rak búgarð þar sem hún ræktaði kaffi og kakó.  Maður hugsaði stundu um hvað það hefði verið gaman að vera í sveit hjá Ásu, innan um öll hennar dýr og plöntur en úr því varð aldrei enda var Trínidad fjarlægð eyja langt frá Íslandi á þeim árum.

Ása var höfðingleg kona sem gaf sínar eigur til Íslands svo þær mættu gagnast þjóðinni.  Hún stofnaði tvo sjóði til minningar um foreldra sína og ættmenni á Íslandi: Minningarsjóð sem er í vörslu Þjóðminjasafnsins og styrkir fyrirlestra erlendar fræðimanna, og Verðlaunasjóð tengdan Vísindafélagi Íslendinga.  Ásu var sérstakleg annt um það þessir sjóðir héldu nafni móður hennar Arndísar Jónsdóttur á lofti enda var Ása líkt og móðuramma hennar Sigþrúður Friðriksdóttir Eggerz mikil baráttukona fyrir bættum réttindum kvenna eins og vel kemur fram í bókinni. 

Ég skora á stjórn Minningarsjóðs Ásu að halda fyrirlestraröð um störf og rannsóknir sem hafa verið stundaðar síðustu 40 árin á Spring Hill, búgarði Ásu, sem hún stóð fyrir að breyta í náttúruverndarsetur, Asa Wright Nature Centre, fyrsta sinnar tegundar í Karabíska hafinu.  Í stjórn setursins sitja margir merkir vísindamenn og upplagt væri að fá einhvern þeirra til að halda fyrirlestur hér á landi um vísindarannsóknir á Spring Hill.  Hér er því komið gott efni í fyrirlestraröð sem bæri nafn móður Ásu - Arndísar fyrirlestrar.

Vefsíðu seturs Ásu má finna hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hreiðar

…„ekki ófáar“?

Sigurður Hreiðar, 28.11.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Snorri Ólafur Hafsteinsson

Sæll Andri Geir Ef þú þekkir ættfræðital frá Arndísi Jónsdóttir til 1947 þá þætti mér vænt um að fá upplýsingar þar um, þar sem uppeldis systir mín var í sambandi við Ásu sem var náskyld henni. soh@simnet.is

Snorri Ólafur Hafsteinsson, 1.12.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband