Bæta þarf stjórnarhætti áður en fyrirtæki fara á markað

Það er gott mál að setja íslensk fyrirtæki í dreifða almenna eign og hefði mátt gerast fyrr.  En bæta verður stjórnarhætti almennra hlutafélaga til að tryggja hag smærri hluthafa.

Setja verður stjórnarhætti í lög eins og í Svíþjóð.  Leiðbeinandi reglur hafa algjörlega brugðist hér á landi.

Ein aðalbreytingin sem gera þarf á stjórnarháttum er sjá til þess að meirihluti stjórnarmanna sé óháður stærstu hluthöfum.  Meginhlutverk stjórnar í íslenskum almenningshlutafélögum á að vera að gæta hag minnihlutans.  Meirihlutinn sér um sig sjálfur og þarf enga vernd.  Girða verður fyrir að meirihlutaklíkur geti náð völdum í stjórnum almennra hlutafélaga og þar með fengið tækifæri til að skammtað sér fé úr almenningssjóðum, tekið lán og fengið aðra fyrirgreiðslu sem almenningi stendur ekki til boða.

Nýleg sala á hluta Exista í Bakkvör til félags í eigu stjórnarmanna og með láni frá félaginu er skínandi dæmi um spillta stjórnarhætti sem enn viðgangast hér á landi.

Nú má almenningur ekki sofa á verðinum þó stjórnvöld geri það.


mbl.is Fyrirtæki bankanna á markað?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...hluta Exista í Bakkvör til félags í eigu stjórnarmanna og með láni frá félaginu...

Í hvaða heimi eru þessir einstaklingar sem stunda svona ?  

Önnur spurning er sú hvaðan þessi aðferðafræði kemur upphaflega og hvenær þetta byrjaði hér á landi, þ.e. að taka út úr rekstri (fyrirtæki sem stendur eitt og sér) "arðbærar einingar" og skilja "annað" eftir ?  Í þeim bókhalds- og rekstrarkúrsum sem ég hef tekið á ýmsum stigum gegnum árin er hvergi minnst á svona verklag. 

Það þarf jú alltaf tvo eða fleiri til til að samningur fari í gegn. Þriðja spurningin er því:  Í hvaða heimi eru þessir einstaklingar sem leggja blessun sína yfir svona gjörninga (snúninga) ? Bankar/kröfuhafar, "löggiltir endurskoðendur", lagatæknar. Ríkisskattstjóri (RSK) þar með talinn, en hann leggur væntanlega blessandi hendur yfir þetta. Hlýtur að vera.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband