20.11.2009 | 09:05
Kaupþing, Hagar og pólitíkin
Ef það er rétt að Kaupþing sé orðið eigandi að Högum vaknar upp spurningin, hvað næst. Hvað ætlar Kaupþinga að gera við Haga? Þetta ætti að vera viðskiptafræðileg spurning en ekki pólitísk.
Bankaráð Kaupþings ber að gæta hagsmuna eigenda bankans sem eru kröfuhafar. Hins vegar var bankaráði ekki valið af kröfuhöfum heldur pólitískum öflum. Svona stjórnarhættir eru ekki vel til þess fallnir að leiða til eðlilegra og rökréttra ákvarðana.
Eins og svo oft vill verða eru að myndast tvær fylkingar sem vilja berjast um fyrirtækið. Margt er óljóst hverjir raunverulega standa á bak við þessa aðila og hvaðan peningarnir koma.
Almenningur hefur verið virkjaður til að standa með hinni nýju fylkingu sem berst við gömlu eigendurnir en hér er hætta á ferð. Ekkert hefur verið gert í að bæta stjórnarhætti almenningshlutafélaga hér. Við erum með sömu leiðbeinandi reglur sem hafa reynst svo illa og tryggja engan vegin rétt smærri hluthafa. Ef nýir aðilar ná tökum á Högum með hjálp almennings geta þeir stýrt og stjórnað öllu, og ráðið alla stjórnarmenn sjálfir. Enginn mun gæta hagsmuna almennings, nema í orði.
Ef rétt á að vera haldið á málum hér, þarf eftirfarandi að gerast:
- Alþingi þarf að samþykkja lög um stjórnarhætti almenningshlutafélaga þar sem meirihluti stjórnarmanna þurfa að vera óháðir stærstu hluthöfum og allar stjórnir þurfa að hafa endurskoðunarnefnd þar sem formaður hennar er óháður stjórnarmaður.
- Kaupþing sem eigandi Haga þarf að ráða þriðja aðila til að fara með Haga í söluferli. Best er að þetta sé traustur norræn banki, t.d. Nordea. Söluferlið á að gera opinbert og auglýsa innan EES.
- Kaupþing á að setja upp nefnd sem fer yfir kauptilboð og í henni eiga að sitja erlendir fjármálasérfræðingar og fulltrúar kröfuhafa.
Stjórn Nýja Kaupþings fjallar um málefni móðurfélags Haga í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt lyktar þetta af pólitík og spillingu. Það er greinilegt að það á að redda sumum áður en af formlegri stofnun bankans verður. Ef bankinn lendir í höndum kröfuhafa þá væntanlega hefur fyrirhuguð Bankasýsla ekkert um þeirra uppgjör að segja
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 20.11.2009 kl. 10:04
Góður pistill Andri og góðar tillögur.
Ég held því miður að það sé hvorki vilji né geta hjá núverandi stjórnvöldum að nálgast þessi mál með faglegum hætti. Þau greinilega vilja hafa þetta svona, þ.e. óbreytt ástand.
Bankarnir eru á fullu að komast yfir sem flest fyrirtæki og síðan er þeim skipt á milli vina og vandamanna án íhlutunar kröfuhafa eða annarra. Sumar þessar eignir eru auglýstar en aðrar ekki. Útboðsferlið og yfirferð tilboða er haft eins ógagnsætt og hugsast getur. Þannig geta stjórnvöld ráðið því hverjir komast til valda í Íslensku viðskiptalífi í dag og hvaða fólk kemst í lykil aðstöðu í atvinnulífinu.
Þessir flokkar eru að leika sama leikinn og gömlu stjórnarflokkarnir léku. Koma sínum mönnum fyrir þannig að þegar kemur að prófkjörum og kosningum þá eiga stjórnmálamennirnir Hauka í horni sem aðstoða þá með fjármagn og annað sem til þarf í prófkjörsbaráttuna og kosningarnar.
Til að hægt sé að stilla upp taflborðinu og raða mönnum þar eins og þér best hentar þá vilt þú hafa reglurnar óljósar og loðnar.
Þetta hér er uppskriftin að Íslensku spillingunni og það er ekkert verið að gera til að taka á henni. Þver á móti þá virðast þessi vinnubrögð blómstra sem aldrei fyrr.
Þessar skynsömu tillögur sem þú ert að kynna hér er eitthvað sem spillingaröflin í Íslensku samfélagi hafa engan áhuga á að fá inni í Íslenska löggjöf.
Ég veit ekki hvað þarf til þannig að hægt sé að taka á þessari inngrónu spillingu. Eins leið er að skipta út flokkunum eða minnka vald flokkanna eins og fyrrum ritstjóri Moggans, Styrmir, stakk upp á í Kastljósinu í gær. Ein leið er siðbót en hún virkað ekki með siðblint lið í forystu. Ljóst er að það verður að gera breytingar á þessum fjórflokk og þeim hugsunarhætti sem einkennir hann.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.11.2009 kl. 10:40
Að mínu mati er mikilvægt að það tækifæri sem nú gefst, verði notað til að hluta í sundur þessi stóru fyrirtæki. Aukin samkeppni verður að vera megin-atriði eigendaskiptanna, sem framundan eru. Ljóst er orðið að núgildandi samkeppnislög eru ófullnægjandi. Því miður er Icesave-stjórnin ekki fær um að gera neinar lagfæringar á löggjöf fremur en öðru. Eina hugsun Sossanna snýst um hvaða brögð muni gagnast bezt, við að nauðga þjóðinni inn í Evrópusambandið.
Sú firra er í gangi innan raða Sossanna, að innganga í ESB muni skapa okkur gjaldeyri. Þessi ranga hugmynd var til dæmis viðruð í Silfrinu í dag. Þótt við kæmumst í Evruland á morgun, þá myndi það ekki leysa okkur undan þeirri kvöð að afla gjaldeyris með viðskipta-afgangi. Ef einhver heldur að Seðlabanki Evrópu muni taka við Krónum sem greiðslu fyrir Evrur, þá er það misskilningur. Evrur verður að greiða fyrir með alvöru verðmætum.
Áhyggjur þínar Andri og margra fleirri, um að Ísland muni komast í greiðsluþrot, eru raunverulega fyrir hendi. Eina leiðin út úr vandanum er að stórauka gjaldeyrisskapandi framleiðslu. Erlendar fjárfestingar eru þannig mikilvægar ekki síður en það sem innlend fyrirtæki eru fær um. Hins vegar er rangt að erlendar fjárfestingar krefjist þess að við göngumst undir Icesave-klafann. Stóriðja er á engan hátt skilyrt Icesave-samningum.
Loftur Altice Þorsteinsson, 22.11.2009 kl. 15:08
Það munu líklega flest allir stjórnendur Haga ganga út með alla sína þekkingu og innkaupasambönd ef skipt verður um eigendur og þar með hrynur félagið á skömmum tíma. Fólk skiptir nefninlega mjög miklu máli í retail.
Varðandi mítuna um að allt sé leyst með dreifðu eignarhaldi og óháðum stjórnarmönnum þá skapar það bara önnur vandamál. Við höfum séð þetta í BNA þar sem dreift eignarhald er algengt og óháðir stjórnarmenn og endurskoðunarnefndir eru á hverju strái. Þetta veldur því að stjórnendur fyrirtækjanna ráða ferðinni og skammta sjálfum sér laun og gera í raun það sem þeir vilja. Þá er nú betra að hafa "dedicated owner" sem passar sína peninga og peninga annara í leiðinni.
Kaupþing hefur líklega metið það þannig að það myndi skaða verulega getu Haga og 1998 til að endurgreiða lán sín ef að eigendur félagsins til meir en 20 ára yrði sparkað út. Svo einfalt er það.
Mr. Crane (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:32
Þessi athugasemd Mr. Crane þykir mer furðuleg.
Það er fásina að halda að öll sambönd hrinji með nýu fólki. þ.a. s. í smásölugeiranum. Það er einfaldleag farið í viðskiptasöguna (Bókhaldið) og séð hverjir eru á tengiliðalistanum, og haldið áfram, svo einfallt er það.
Það er útbreiddur misskilngur og hreinn hræðsluáróður að halda því fram þessir menn séu ómissandi. Mér hryllir nú hreinlega við því að það haldi einhver að þessi menn sem hafa fram til þessa komið þessum svikamillu-spíral séu þeir einu á Íslandi sem að geta rekið fyrirtæki. Ef svo er og enginn annar getur það,, þá erum við í hræðilegum málum... Það er trúverðuleilka komandi kynslóða mjög nauðsinlegt að þessum mönnum verði úthýst úr viðskiptalífinu.
Friðgeir
Friðgeir Sveinsson (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 11:55
Þessi tilgáta Mr. Crane um útgöngu stjórnenda Haga minnir á aðra kenningu sem var notuð fyrir Hrun en hún gekk út á ða borga þyrfti stjórnendum eignarhaldsfélaga og banka ofurlaun vegna þess að það væri setið um þá sem starfskraft.
Með fullri virðingu þá held ég það verði enginn samkeppni um stjórnendur Haga og þeir muni hanga á störfum sínum eins hundar á roði þangað til þeim verður hent út.
TH (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 12:51
Vissulega er það rétt hjá Mr. Crane, að fólk skiptir miklu máli í viðskiptum. Hins vegar er fullt af fólki sem er fært um að lífga við sambönd sem kunna að frjósa við eigendaskipti. Að Hagar hrynji þótt skipt sé um eigendur og einhverja stjórnendur er fjarstæða.
Hugmyndin um kjarna-fjárfesta hefur reynst ákaflega illa hérlendis. Oftar en ekki hafa stórir hlutafar misnotað gróflega aðstöðu sína og blekkt svívirðilega minni hluthafa. Horfum bara til bankanna þriggja, þar sem kjarna-fjárfestarnir léku lausum hala með hroðalegum afleiðingum fyrir hluthafa og þjóðina alla. Ef minni hluthafar hefðu komið að stjórn bankanna, hefði banka-hrunið ekki skeð. Gengi Krónunnar hefði samt fallið vegna "torgreindu peningastefnunnar".
Haga-málinu er ekki lokið og ég spái því að ljóst verði fyrir áramót, að skipt verður um eigendur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 23.11.2009 kl. 13:34
Tek undir með það að Mr. Crane veður í villu! Stjórnendur eru ekki ómissandi, viðskiptavinir eru ómissandi, ef almenningur tæki sig saman opg hætti að versla í Hagkaupum og Bónus, þá myndi draslið hrynja. íslendingar skilja ekki samtakmátt þess að greiða atkvæði með ''bífunum'' einsog til dæmis Svíar ! Mogginn hefur reyndar aðeins fengið að finna fyrir því, þessu fræga pungsparki sem sítt að aftan gangsterinn Jón Ásgeir talaði svo eftirminnilega um fyrir ja hvað einu ári síðan. En sítt að aftan virðist hafa kraflað sig aftur upp á lappirnar eða hvað, með siðspilltri meðvirkni Nýja Kaupþinking slektisins! Þetta er einn djöf... hlandfor !
Halli (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 19:07
Hver kaus núverandi stjórn og stjórnanda Kaupþings ? Var þetta ekki allt gegnsætt og eftir algiildum leikreglum?
Halldór Jónsson, 25.11.2009 kl. 08:09
Mr. Crane.
Stjórnendur eiga ekkert í Högum. Hvernig væri að láta lykilstjórnendur hafa 10% af hlutafé og láta hin 90% á markað?
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.11.2009 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.